is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22327

Titill: 
  • Icelandic Agricultural Sciences er nú viðurkennt ISI-vísindarit
Efnisorð: 
Útgáfa: 
  • Mars 2011
Útdráttur: 
  • Íslensk náttúra á margt sameiginlegt með náttúru annarra landa. Erlendar rannsóknaniðurstöður eru íslenskum vísindamönnum gagnlegar og þeim kynnast þeir í námi, í erlendum ritum, prentuðum eða rafrænum, og með alþjóðlegu samstarfi til dæmis á ráðstefnum. Á hinn bóginn er mikilsvert fyrir íslenska vísindamenn að koma sínum rannsóknaniðurstöðum til skila á erlendum vettvangi og þá helst í viðurkenndum miðlum en um leið þar sem mestar líkur eru á því að alþjóðasamfélagið finni íslenskar rannsóknaniðurstöður. Mikið er skrifað um okkar málaflokk á íslensku en umræða innan samfélagsins er á okkar máli og er þá ekki aðgengileg fyrir erlenda fræðimenn utan okkar málsvæðis. Icelandic Agricultural Sciences býður upp á að merkustu niðurstöður íslenskra rannsókna komist á framfæri á alþjóðavettvangi og opnar fyrir faglega umræðu og innlegg erlendis frá. Ritið styrkir íslenska menningu og vísindastarf með því að gera okkar fræðasvið sýnilegt á einum stað í frumskógi vísindarita.

Birtist í: 
  • Fræðaþing Landbúnaðarins, 2011, 8, 374-377
Samþykkt: 
  • 2.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudleifssonFraedathingLandbunadarins2011.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna