is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22383

Titill: 
  • Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga
  • Titill er á ensku Bullying and well-being of municipalities employees in times of economic crisis
Útgáfa: 
  • Desember 2013
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða einelti og líðan á vinnustað meðal starfsfólks sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi 2008. Rafrænn spurningalisti var í þrígang lagður fyrir starfsfólk 20 sveitarfélaga með þekkt netfang, fyrst í byrjun árs 2010, svo á vordögum 2011 og að lokum í byrjun árs 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einelti er til staðar meðal starfsfólksins og það hefur aukist milli fyrirlagna spurningalistans. Jafnframt má sjá að félagslegur stuðningur á vinnustað fer minnkandi sem og ánægja með stjórnun vinnustaðarins og löngun til að hætta í starfi eykst. Þolendur eineltis telja sig fá minni félagslegan stuðning en þeir sem ekki hafa orðið fyrir einelti á vinnustað, þeir eru ekki eins ánægðir með stjórnun vinnustaðarins og hafa meiri löngun til að hætta í starfi. Hægt er að álykta út frá hlutfalli þeirra sem orðið hafa fyrir einelti á vinnustað að einelti sé orðið alvarlegt vandamál á vinnustöðum íslenskra sveitarfélaga. Ástæða er til þess að staldra aðeins við og leitast við að finna rót vandans í því augnamiði að uppræta einelti á vinnustað. Sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt það að einelti hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og líðan þolenda og er talið meiri skaðvaldur heldur en öll önnur vinnutengd streita.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to examine bullying and well-being of municipalities employees who remained at work after the economic collapse in October 2008. An online survey was conducted three times, in February 2010, in May 2011 and in February 2013 among employees of 20 municipalities with known e-mail addresses. The main findings are that bullying exists among employees of the municipalities, and it has increased between time points of the study. Social support at work is declining as well as satisfaction with management of the workplace and a desire to quit the job increases. Victims of bullying feel they receive less social support than those who have not experienced bullying at workplace; they are not as satisfied with management of the workplace and have a greater desire to quit the job. It can be concluded that bullying has become a serious problem in the workplace and must be dealt with immediately, especially since studies have shown that bullying at workplace has serious consequences for the health and well-being of victims and is considered a pest posing greater than all other work-related stress.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2013, 9(2): 439-454
ISSN: 
  • 1670-679X
ISBN: 
  • 1670-6803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 23.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2013.9.2.9.pdf803.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna