is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22434

Titill: 
  • Andleg líðan og hreyfing: rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmynd ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Unnið var úr fyrirliggjandi gögnum sem safnað var meðal framhaldsskólanema á Íslandi árið 2013. Kannað var hvort munur væri á þunglyndi og sjálfsmati þeirra eftir því hvort þeir stunduðu skipulagðar eða óskipulagðar íþróttir eða aðra heilsurækt. Skoðað var hvort virkni framhaldsskólanema skipti máli þegar kemur að betri andlegri heilsu, einnig hversu oft í viku ungmennin þyrftu að hreyfa sig til þess að það hefði áhrif á þunglyndi og sjálfsmat. Tölulegar upplýsingar náðu yfir 2.117 ungmenni á aldrinum 15 til 23 ára.
    Aðferð: Gerð var dreifigreining (e. anova) til þess að athuga hvort marktækur munur væri á meðaltali á þunglyndis- og sjálfsmatskvörðum. Breytur sem notaðar voru: hvort einstaklingur stundaði litla eða enga hreyfingu, óskipulagðar íþróttir eða aðra heilsurækt, skipulagðar íþróttir eða bæði óskipulagt og skipulagt íþróttastarf. Settar voru upp bæði myndrænar og tölulegar samantektir á niðurstöðunum.
    Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að ekki var marktækur munur á þunglyndi og sjálfsáliti hjá framhaldsskólanemum eftir því hvort þeir stunduðu skipulagt eða óskipulagt íþróttastarf eða aðra heilsurækt. Áhugavert var að það skiptir frekar máli að framhaldskólanemar séu líkamlega virkir til þess að minnka líkurnar á þunglyndi og lægra sjálfsmati.
    Ályktanir: Helstu ályktanir eru þær að ekki sé munur á tíðni þunglyndis og minnkuðu sjálfsmati hjá framhaldskólanemum eftir því hvort þeir stundi skipulagðar eða óskipulagðar íþróttir eða aðra heilsurækt. Hinsvegar er hægt að sjá að líklegra er að ungmenni þjáist síður að þunglyndi eða séu með hærra sjálfsálit ef þeir eru virkir í íþróttastarfi eða heilsurækt og stundi hreyfingu tvisvar til þrisvar sinnum í viku eða oftar.

Samþykkt: 
  • 18.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKArit prenta útNUNA.pdf609.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKArit prenta útNUNA.pdf609.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna