ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2244

Titill

Um sáttmálakenningu Rawls. Tímamótaverk eða réttlæting undirokunar?

Útdráttur

John Rawls markaði ákveðin tímamót í sögu sáttmálakenninga þegar hann setti fram réttlætiskenningu sína og í henni fólust ýmsar endurbætur á fyrri sáttmálakenningum. Markmið Rawls var að skapa kenningu um samfélagssáttmála sem ólíkir einstaklingar gætu komið sér saman um þrátt fyrir mismunandi lífsgildi og skoðanir. Eldri sáttmálakenningar hafa oft verið gagnrýndar fyrir að réttlæta samfélög sem mótast fyrst og fremst af hvítum karlmönnum og stuðla að undirokun annarra hópa. Í þessari ritgerð verða tekin dæmi um eldri sáttmálakenningar sem John Locke og Thomas Hobbes sömdu, en þeir skrifuðu kenningar sínar á 17. öld við allt aðrar kringumstæður en John Rawls.
Sáttmálakenningu Rawls, sem skrifuð var á síðari hluta 20. aldar, verða því næst gerð skil og greint verður frá kostum hennar umfram eldri kenningar og hvernig Rawls tekst betur að höfða til þeirra ólíku einstaklinga sem búa saman í samfélögum nú á dögum. Sáttmálakenning Rawls hefur þó verið gagnrýnd frá mörgum mismunandi sjónarhornum og verður gagnrýni Charles Mills og Carole Pateman hér til umfjöllunar. Þau gagnrýndu Rawls fyrir að taka ekki nægilegt mið af því óréttlæti sem skapast hefur vegna kúgunar hvítra karlmanna á konum og fleiri hópum fólks í kenningu sinni. Gagnrýni Mills og Pateman verður loks borin saman við málflutning Rawls og reynt verður að varpa ljósi á með hvaða hætti gagnrýnin getur átt rétt á sér og að hvaða leyti Rawls getur svarað henni. Í lokin verður greint frá því hvernig kenning Rawls stendur að vígi og hvort hún geti raunverulega reynst gagnleg við endurskoðun réttlætishugmynda okkar.

Samþykkt
21.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
agrip_fixed.pdf11,0KBOpinn Ágrip PDF Skoða/Opna
efnisyfir_fixed.pdf11,0KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
forsida_fixed.pdf35,5KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
itilsida_fixed.pdf12,1KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
meginmal_fixed.pdf176KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna