is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22455

Titill: 
  • Fjölskyldur barna með röskun á einhverfurófi : hvað einkennir líðan foreldra og systkina og hvernig er hægt að koma til móts við þarfir þeirra?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um fjölskyldur barna með röskun á einhverfurófi. Verkefnið er unnið upp úr fræðilegum heimildum, bæði erlendum og íslenskum. Markmiðið er að skoða líðan foreldra og systkina, og hvernig hægt sé að sinna þeim betur og auka lífsgæði þeirra við breyttar fjölskylduaðstæður. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á að fjölskyldur barna með röskun á einhverfurófi finni fyrir aukinni streitu og búi við meira álag en aðrar fjölskyldur. Einnig er raunin sú að oft geta ófötluð systkini orðið útundan í uppeldinu sem leitt getur til tilfinningalegs vanda hjá þeim. Ýmsar rannsóknir í tengslum við efnið eru skoðaðar, þar á meðal um tilfinningaviðbrögð í kjölfar greiningar og sorgarferlið sem fjölskyldur ganga í gegnum. Framtíðin verður ekki sú sem henni var ætlað, væntingar breytast og þannig eykst streita og álag í uppeldi og ummönnun. Að auki verður litið til rannsókna þar sem foreldrar lýsa jákvæðri reynslu sinni af því að ala upp barn með röskun á einhverfurófi. Líðan systkina, bæði neikvæð og jákvæð, sem getur fylgt því að alast upp með fötluðu systkini er jafnframt hluti af verkefninu. Að lokum verður fjallað um hvernig hægt sé að mæta þörfum fjölskyldunnar í heild. Mikilvægi fjölbreyttrar þjónustu og stuðningsúrræða sem standa bæði foreldrum og systkinum til boða verður reifað, ásamt gildi góðs samstarfs foreldra og fagfólks og mikilvægi þess að fjölskyldur mæti almennum skilningi frá bæði ættingjum og samfélagi.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskyldur barna með röskun á einhverfurófi_Aldís_lokaverkefnið_skemman.pdf625.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna