is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22463

Titill: 
  • Sterk í mótlæti: Hvað einkennir afreksíþróttafólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvað einkennir afreksíþróttafólk út frá íþróttafélagsfræði og íþróttasálfræði. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu 16. janúar til 11. maí árið 2015. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem hún var talin best til þess fallin að svara rannsóknarspurningunni. Þátttakendur í rannsókninni voru sjö en úr þeim hópi voru fimm afreksíþróttamenn og tveir sérfræðingar; annar íþróttafélagsfræðingur en hinn íþróttasálfræðingur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að ákveðnir sálfræðilegir og hugarfarslegir þættir sem hægt var að hafa áhrif á í gegnum félagsmótun einkenndu afreksíþróttafólkið. Það sem einkenndi þessa ákveðnu einstaklinga var að þau áttu öll fjölskyldu og vini sem höfðu stutt við bakið á þeim og íþróttaiðkun var merkingarbær í þeirra umhverfi. Þrátt fyrir góðan stuðning og töluverðan aga í uppeldinu fengu þau öll ákveðið frjálsræði til að velja þá íþrótt sem þeim þótti skemmtilegust. Þá höfðu þau öll haft þjálfara sem voru góðir í samskiptum, bjuggu yfir góðri fagþekkingu og náðu vel til þeirra. Einnig einkenndi gott sjálfstraust, þrautseigja, dugnaður, vinnusemi, jákvætt hugarfar og sá eiginleiki að vera sterk í mótlæti flesta þátttakendurna. Mikilvægt er að þeir sem koma að mótun íþróttamanna geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem þeir geta haft á árangur og frammistöðu þeirra sem keppa að því að ná afreksárangri.
    Lykilorð: Afreksíþróttafólk, íþróttafélagsfræði, íþróttasálfræði, félagsmótun, sálfræðilegir og hugarfarslegir þættir tengdir íþróttum.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sterk í mótlæti-1.pdf547.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna