is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22491

Titill: 
  • Þetta virkar allt ágætlega. Flutningur í þjónustuíbúð fyrir aldraða, upplifun og aðlögun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Margir standa frammi fyrir því á efri árum að þurfa að flytja af gamla heimilinu sínu vegna skertrar getu til að halda heimili lengur eða vegna þess að húsnæðið hentar ekki lengur vegna heilsufarsvandamála.
    Þjónustuíbúðir eru eitt af úrræðum öldrunarþjónustu og eru ætlaðar eldra fólki sem þarf aðstoð til að geta haldið heimili. Þjónustuíbúðir brúa þannig bil á milli búsetu á eigin heimili og þess að flytja á stofnun og koma í sumum tilfellum í veg fyrir stofnanavist.
    Í þessari rannsókn voru tekin viðtöl við 11 einstaklinga, 65-89 ára, sem nýlega höfðu flutt í þjónustuíbúð. Markmið rannsóknar var að kanna vellíðan og aðlögun þeirra eftir flutninginn og hvort þjónustuíbúðin hefði staðið undir væntingum þeirra.
    Helstu niðurstöður eru að um helmingi viðmælanda fannst íbúðin vera of lítil en viðmælendur sætta sig við breyttar aðstæður vegna þeirrar þjónustu sem þeir fá og vegna þess að þjónustan gerir þeim kleift að halda sjálfstæði sínu lengur en ef þeir væru búsettir á hjúkrunarheimili. Flestir viðmælenda nýttu heimilisþjónustu og mötuneyti á staðnum en fáir þeirra nýttu sér aðra þjónustu eins og félagsstarf.
    Lykilorð: Aldraðir, vellíðan, lífsgæði, þjónustuíbúð.

Samþykkt: 
  • 21.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð lokaútgáfa pdf.pdf929.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna