is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22516

Titill: 
  • Stærðfræðinám leikskólabarna og hlutverk leikskólakennarans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stærðfræði í leikskóla er mikilvægur hluti af starfi leikskólans. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla (2011) nefnist einn grunnþáttur menntunar, Sjálfbærni og vísindi. Það sem fellur undir hann þann þátt er að styðja eigi við stærðfræðinám leikskóla barna, strax frá upphafi leikskólanáms þeirra. Mín reynsla innan leikskólans segir mér að talsvert sé fengist við stærðfræðileg viðfangsefni innan leikskólans en oft á tíðum sé starfsfólkið, bæði leikskólakennarar og annað starfsfólk ekki meðvitað um í hvaða verkefnum stærðfræði felst og hvað hún er raunverulega stór þáttur í daglegu starfi leikskólans.
    Hér verða gefin nokkur dæmi um hvernig hægt er að styðja við stærðfræðinám leikskólabarna. Það verður fjallað um hvers vegna og hvernig stærðfræðinám eigi sér stað innan leikskólans, hvert hlutverk leikskólans og leikskólakennarans sé. Eins verða gefin dæmi um hvað leikskólakennarinn þarf að hafa í huga meðan á verkefnavinnunni stendur. Verkefnið var framkvæmt á þann hátt að skipulagaðar voru ákveðnar stundir þar sem fyrirframákveðin verkefni voru unnin með leikskólabörnum. Verkefnið var lagt fyrir og vinnan við viðfangsefnið var tekið upp, þau voru klippt niður í fjögur stutt myndbönd. Þessi myndbönd sem og greinargerðin er að finna á vefsíðu sem fylgir verkefninu ásamt ígrundun höfundar um verkefnið og hvernig fyrirlögnin gekk. Á vefsíðunni er að finna umfjöllun um stærðfræðinám barna sem og myndbönd með dæmum um verkefni sem hægt er að leggja fyrir leikskólabörn. Ég tel að með þessari leið, þ.e. myndböndum megi sýna leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla á einfaldan hátt hvernig er hægt að styðja við stærðfræðinám leikskólabarna.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stærðfræðinám leikskólabarna og hlutverk leikskólakennarans.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna