is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22521

Titill: 
  • Stelpur og strákar í stærðfræði : kynjamunur í stærðfræðinámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla (2013) er jafnrétti einn af grunnþáttum menntunar. Allir eiga að hafa sömu tækifæri og þroskast á eigin forsendum og öðlast þannig raunsæja og heilbrigða sjálfsmynd. Kennarinn er í forystuhlutverki og á að laga sig að þörfum hvers og eins. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að rannsaka sjálfir og læri stærðfræði til skilnings. Lengi vel var talið að strákar stæðu sig betur í stærðfræði en ekki virðist marktækur munur þar á. Þó er munur á þeim aðferðum sem kynin beita í þrautalausnum. Stelpur beita frekar hefðbundnum aðferðum meðan strákar eru lausnamiðari og óhræddir við að prófa sig áfram með nýjum leiðum. Munur er á ríkjandi viðhorfum til kynjanna í stærðfræði. Stelpur er taldar vera samviskusamar og duglegar meðan stærðfræðin er talin liggja betur fyrir strákum og þeim finnst hún áhugaverð. Hefðbundin töflukennsla og afkastamikill dæmareikningur virðist henta strákum betur en stelpur vilja skilja viðfangsefnin. Kynjaskipting í stærðfræðinámi er ein leið til að draga úr kynjamun. Í kynjaskiptum bekkjum eykst sjálfstraust stelpna auk þess sem áhugi þeirra á raunvísindum vex. Góður kennari og viðhorf nemenda hafa einnig áhrif. Hin hliðin er að staðalímyndir verða sýnilegri og horft er á kynin sem einsleita hópa. Niðurstaðan er sú að ekki er kynbundin munur á frammistöðu í stærðfræði.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdtilprentunar.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna