is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22531

Titill: 
  • Samanburður á áfengisneyslu ungmenna á Íslandi og í Danmörku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áfengisneysla ungmenna hefur mikið verið skoðuð í gegnum tíðina en með alþjóðlegu rannsókninni ESPAD hefur verið fylgst með vímuefnaneyslu ungmenna frá árinu 1995. Tilgangur verkefnis míns var að athuga hvort munur sé á áfengisneyslu ungmenna í Danmörku og á Íslandi og hvort forvarnir skili árangri. Þetta er mjög mikilvægt málefni og nauðsynlegt að halda áfram að rannsaka það, því að áfengisneysla getur reynst mjög skaðleg fyrir ungmenni bæði á beinan og óbeinan hátt. Þessi ritgerð var unnin sem samanburðar-heimildarritgerð (Comparative Literature Review), þar sem fyrri gögnum um málefnið var safnað saman og þau síðan borin saman. Helstu niðurstöður sýna að áfengisneysla ungmenna fer verulega minnkandi á Íslandi og er það talið öflugu forvarnarstarfi að þakka. Einnig sýna niðurstöður að dönsk ungmenni drekka heldur meira en íslensk, en forvarnarstarf í Danmörku er ekki eins virkt og á Íslandi. Það var fróðlegt að sjá hversu mikill munur er á áfengisneyslu ungmenna þessara nágrannaþjóða, og væri áhugavert að rannsaka nánar neyslu á öðrum vímuefnum meðal ungmenna í báðum löndunum.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni-Sveinsína-Lokaskil.pdf809.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna