is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22532

Titill: 
  • Áhrif PISA á þróun menntakerfa : er PISA að hafa neikvæð áhrif?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegur hópur sérfræðinga á sviði menntavísinda hefur lýst áhyggjum af neikvæðum áhrifum PISA á þróun menntakerfa út um allan heim. Þau fullyrða að PISA hafi leitt margar ríkisstjórnir í alþjóðlega keppni um betri niðurstöðum og að OECD hafi tekið sér völd til þess að móta menntastefnur. Í kjölfarið grípa stefnumótendur til skyndilausna í umbótaaðgerðum sínum með von um skjótann árangur til þess að bæta frammistöðu sína. Þessar skyndilausnir eru byggðar á hugmyndum frá viðskiptaheiminum og ganga meðal annars út á að leggja stöðluð próf fyrir nemendur og gera kennara og skóla ábyrga fyrir framfarastuðli nemenda á þessum prófum. Þjóðir eru farnar að deila sömu gildum og aðgerðum og afleiðingin er sú að menntakerfi eru að verða einsleit. Talið er að trú á umbætur sem koma að utan menntakerfisins takmarkar hlutverk þróun menntastefna innan þjóða og lamar tilraun skóla og kennara til þess að læra af hvort öðru og fortíðinni. Það getur hindrað nýsköpun en til þess að stuðla að nýsköpun þarf að skoða fyrri reynslu og draga lærdóm af því sem gert hefur verið.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif PISA á þróun menntakerfa_Sólveig.pdf792.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna