is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22538

Titill: 
  • Foreldrar og félagsfærni barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar börn fara í grunnskóla er eitt aðaláhyggjuefni foreldra hvort þau eignist vini. Sumum börnum gengur betur að eignast vini en öðrum og má að hluta rekja það til þess hversu fær börn eru í félagslegum samskiptum. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvað foreldrar geta gert til að efla félagsfærni barna sinna. Viðfangsefnið er mikilvægt enda eru börn með slaka félagsfærni líklegri til að verða félagslega einangruð sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Afleiðingarnar geta verið útilokun frá hópi, barnið verði fyrir einelti, upplifi kvíða og jafnvel þunglyndi. Leitað er í smiðju kennismiða og ýmiss fræðsluefnis fyrir foreldra og fagaðila sem vinna með börnum um það hvernig hægt er að efla félagsfærni þeirra. Fjallað verður um rannsóknir á samskiptum barna og foreldra til að varpa ljósi á efnið. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að foreldrar geta eflt félagsfærni barna sinna með því að skapa örugg geðtengsl við barnið strax frá fæðingu, með því að beita leiðandi uppeldisháttum, hlýjum samskiptum og að skapa tækifæri til samskipta við vini. Niðurstöður má nýta til að upplýsa foreldra um hvernig þeir geti átt í betri samskiptum við barnið sitt og í leiðinni eflt félagsfærni þess.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldrar-og-félagsfærni-barna-Guðrún-Sigurbjörnsdóttir.pdf386.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna