is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2253

Titill: 
  • Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna, fjárhagsleg-, fagleg- og stjórnunarleg áhrif
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðari hluta 20. aldar jókst krafan á hið opinbera um aukna hagkvæmni, meiri skilvirkni og skjótari og betri árangur í þjónustu við borgarana. Margir töldu að þessu yrði helst náð með því að færa aukið vald til þeirra sem nytu þjónustunnar. Þetta leiddi meðal annars til þess að horft var til fækkunar verkefna hins opinbera með aukinni dreifingu valds og ábyrgðar um leið og reynt var að skilja betur á milli ábyrgðar í rekstri og pólitískrar ábyrgðar. Ein viðamesta aðgerð stjórnvalda í þessa átt var flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna þann 1. ágúst 1996.
    Í ritgerðinni er tekin fyrir breytt stjórnskipan hins opinbera og þær fræðilegu forsendur sem lágu til grundvallar flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Horft er til þess hversu ötullega hefur verið unnið að breytingum á rekstrarformi stjórnsýslunnar um leið og margir lagalegir þættir, sem snúa að stjórnsýslulegum athöfnum, eru skoðaðir sérstaklega.
    Endanleg ákvörðun ríkisvaldsins um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna byggðist á niðurstöðum nokkurra nefnda sem skipaðar voru til að fjalla um ýmsa þætti er snéru beint að rekstrarlegu og lagalegu umhverfi grunnskólans. Niðurstöðum nefndanna eru gerð nokkur skil um leið og fjallað er um þær lagabreytingar sem störf nefndanna leiddu af sér. Skilgreindar eru ítarlega þær breytingar sem áttu sér stað á fjárhagslegum, faglegum og stjórnunarlegum þáttum grunnskólans með setningu laga um grunnskóla nr. 66/1995.
    Til að gera sér sem best grein fyrir hvort markmið stjórnvalda hafi náðst fram og hvort flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna hafi haft í för með sér miklar breytingar á skólastarfi, hvað fjárhagslega, faglega og stjórnunarlega þætti varðar, er í ritgerðinni rætt við nokkra skólastjóra, fulltrúa sveitarfélaganna og starfsmann ráðuneytis menntamála. Allir þeir aðilar sem rætt var við í tengslum við ritgerðina voru í starfi þegar flutningurinn átti sér stað og eru enn. Því er gert ráð fyrir að viðmælendur gefi nokkuð skýra mynd af aðdraganda flutningsins og þeim breytingum sem áttu sér stað, ásamt því að hafa skoðun á þeim jákvæðu og neikvæðu þáttum sem breytingin hafði í för með sér, sérstaklega þegar horft er til ofangreindra þátta. Með viðtölunum er einnig dregin upp mynd af stöðu grunnskólans í dag í tengslum við sömu þætti.
    Fjárhagslegum, faglegum og stjórnunarlegum áhrifum af flutningi grunnskólans á innra starf skólanna gerð ítarleg skil. Staða hvers þáttar fyrir og eftir flutning er metin ásamt því að horft er til hugsanlegrar þróunar á komandi árum. Í samantekt er leitt líkum að því að samfélagið á hverjum stað hafi verið sterkur áhrifsþáttur í þróun grunnskólans eftir flutning og því skipti miklu máli að um stefnu hvers grunnskóla náist sátt í nærsamfélaginu. Rætt er um áhrif grunnskólans á fjárhagslega stöðu sveitarfélaga, hvað hefði betur mátt fara og að hvaða þáttum þyrfti að huga sérstaklega þegar og ef á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga.
    Í niðurlagi er horft til hugsanlegrar þróunar stjórnsýslunnar á komandi árum ekki síst í ljósi breytinga á hinu alþjóðlega umhverfi. Vísað er til þess að stjórnvöld þurfi sífellt að takast á við ný viðfangsefni sem leiði meðal annars til þess að þörf er á fjölbreyttari stjórntækjum til að gæta hagsmuna borgaranna á víðtækum grunni. Bent er á hversu marksvisst stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið að því að auka þjónustu við neytendur um leið og reynt hefur verið að gæta hagkvæmni í opinberum rekstri.
    Að lokum er áréttað að þó markmið stjórnvalda séu skýr þurfi að vanda vel til verka og horfa með gagnrýnum augum til þeirra jákvæðu og neikvæðu vísbendinga sem komið hafa í ljós við breytingarnar svo gera megi enn betur til framtíðar.

  • Útdráttur er á ensku

    In the later part of the 20th century, increased demands were placed on the public sector for increased efficiency and better economics at the same time it was expected to deliver faster and better results for the citizens. It was the belief of many, that this would best be accomplished by transferring increased authority to the beneficiaries of the service involved. This belief, among other things, led to a reduction in the number of projects undertaken by the Government, with increased distribution of both authority and responsibility, in addition to the attempt to create a more distinct separation between operational and political accountability. One of the largest initiatives of this kind, was the decision by the Government to move the responsibility for Elementary Schools from the Government to the Municipalities on August 1, 1996.
    In the essay this transformation in governance in analyzed in parallel with the major academic and theoretical premises underpinning the decision. A view is formed on how actively those changes in governance and administration have been implemented, and legal factors that relate to administrative actions are looked at specifically.
    The Government´s final decision on transferring governance of Elementary Schools to the Municipalities was based on the conclusions of several committees that had been charged with analyzing the various factors directly related to the operational and legal environment of the elementary schools. The committees‘ recommendations are covered at a high level along with the changes in the Code that resulted. Changes in financial, professional and administrative elements of the Elementary Schools, resulting from the passing of the law nr. 66/1995 about Elementary Schools, are defined and analyzed in detail.
    To get a better sense for whether the objectives of the Government have been accomplished and whether the transfer of the Elementary School to Municipalities has had a significant impact on the operations of the schools, as far as financial, professional and administrative factors are concerned, interviews with several schoolmasters, representatives of Municipalities as well as an employee of the Ministry of Education. All parties interviewed were, and still are, in relevant roles at the time the transfer took place. It is therefore assumed they can portray a relatively clear picture of the prelude to the transfer, the changes that resulted, as well as having an opinion on the positive and negative implications of the change, especially as the relate the factors mentioned above. The interviews also give a good insight into the current state of affairs regarding the same.
    Financial, professional and administrative impact of the transfer on internal operations of the School are analyzed in detail. The status of each before and after the transfer is assessed and projections are made on how they might develop in the near future. In the Summary it is hypothesized that the respective communities have had a large impact on the development of the Elementary School after the transfer, highlighting the importance of reaching a consensus on each school´s policy and vision in the respective community. The impact of the transfer on the financial position of the Municipalities is discussed, what could have been done better and what elements have to receive special attention, when or if more projects and responsibilities are transferred from the Government to the Municipalities.
    In the Conclusion section, possible evolution of Government governance in the coming years is described, especially in the light of international developments and changes. A reference is made to the fact that the Government is constantly being challenged by new tasks and situations, calling for a greater diversity in tools and methods in order to be able to protect and serve the interests of citizens across a broad spectrum. It is pointed out, that in the past few years the Government has in a focused manner worked towards increasing its service levels to consumers, but at the same time kept a focused eye on running the Government in an economic and efficient manner.
    Finally it is prudent to emphasize that even if goals and objectives of the Government are clear, meticulous attention has to be paid to the implementation phase and a critical view taken on both the positive and negative experiences that have emerged during the Transfer, so that even better results can be achieved in the future.

Samþykkt: 
  • 24.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf_fixed.pdf547.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna