is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22560

Titill: 
  • Að skrá leikrit: Valin leikrit úr leikritasafni Bandalags íslenskra leikfékfélaga
  • Titill er á ensku Cataloging a play: Chosen plays from the collection of plays of the Icelandic amateur theatres association
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.A. prófs í Bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Megininntak verkefnisins er gerð bókaskrár um 185 leikrit sem valin voru úr leikritasafni Bandalags íslenskra leikfélaga. Einn tilgangur bókaskrárinnar er sá að vekja athygli á þeim mikla fjársjóði sem er að finna í leikritasafni Bandalags íslenskra leikfélaga og með skráningu leikrita úr safninu er verið að gefa sýnishorn af leikritum sem eru í leikritasafninu.
    Leikritin sem um ræðir voru valin úr hinu vefræna Leikritasafni bandalagsins á heimasíðu þess í veffanginu http://leiklist.is, undir í hlekknum Leikritasafn en þar eru þó ekki leikhandritin sjálf heldur leikritstitlasafn með innbyggðri leitarvél. Leikritin, sem fjallað er um, eru á íslensku, þau hafa ýmist verið frumsamin eða þýdd, og verið flutt eða aldrei komið til flutnings svo heimildir séu um. Leikhandritin sem valin voru úr Leikritasafninu voru lesin yfir og þau síðan greind samkvæmt bókfræðilegum reglum og stöðlum og gerð bókaskrá um þá vinnu. En í aðdraganda bókaskráarinnar er á nokkrum blaðsíðum meðal annars fjallað lítillega um Bandalag íslenskra leikfélaga sem eru samtök áhugaleikfélaga á Íslandi. Því næst er umfjöllun um hvernig staðið er að gerð skráarinnar og þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar ásamt dæmum varðandi hverja skrá fyrir sig. Bókaskráin skiptist annars vegar í aðalskrá þar sem höfundum er raðað eftir stafrófi, og hins vegar eru sjö aukaskrár unnar út frá aðalskránni með stafrófsröðuðum færslum þar sem vísað er í hverri færslu viðkomandi aukaskráar til númers í aðalskrá þar sem skráningarleg tenging er á milli. Aukaskrárnar sjö, sem hafa lýsandi yfirskrift, eru eftirfarandi: titlaskrá, frumtitlaskrá erlendra leikverka, nafnaskrá, þýðendaskrá, leikstjóraskrá, flytjendaskrá leikverka en restina rekur skrá er nefnist efnisorðaskrá.
    Þess er að geta að á undan hverri skrá í bókaskránni er stutt kynning og leiðbeiningar varðandi notkun á viðkomandi skrá til að auðvelda frekar aðgengið um skrárnar.

Samþykkt: 
  • 26.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigmar Þór Óttarsson tilbúið pdf.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna