is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22601

Titill: 
  • Hreyfiþroskapróf fyrir börn með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfifærni er forsenda þess að einstaklingar geti séð um sjálfan sig í daglegu lífi. Hreyfiþroski er einstaklingsbundinn og þroskahraði barna helst nokkuð stöðugur hjá hverjum og einum. Ef barn býr við þroskahömlun á einu sviði leiðir það iðulega til seinkunar á fleiri þroskaþáttum, þá sérstaklega vitsmunaþroska. Sýnt hefur verið fram á að börn með þroskahömlun eða fötlun hafa oft ekki sama hreyfiþroska og jafnaldrar þeirra með eðlilegan þroska. Tilgangur þessar rannsóknar var að athuga hvort að ABC hreyfiþroskapróf, sem búið var til fyrir börn með eðlilegan þroska geti verið notað á börn með þroskahömlun. ABC hreyfiþroskaprófið var lagt fyrir fjögur börn með þroskahömlun. Tvö próf voru lögð fyrir hvert barn, annað prófið sem lagt fyrir hentaði þeirra aldursbili en hitt prófið var ætlað aldursbilinu fyrir neðan. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að ABC hreyfiþroskaprófið er hægt að leggja fyrir börn með þroskahömlun en rétt er að leggja fyrir próf sem ætlað er börnum að minnsta kosti tveimur árum yngri. Börn sem voru prófuð fengu mismunandi niðurstöður. Eitt barnið fékk X á báðum prófum sem þýðir að niðurstöður prófa ná ekki inn á skalann sem sínir meðalgildi jafnaldra. Annað barn fékk X út úr öðru prófinu en ekki úr hinu sem það tók. Tvö börn fengu hvorugt X en ekkert barnanna var í hópi þeirra sem 50% barna fær í niðurstöður við próftöku. Viðfangsefnið er mikilvægt og rannsóknin sýnir mikilvægi þess að rannsaka betur samhengi á milli hreyfiþroska og annarra þroskaþátta. Í frekari rannsóknum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í próftöku, láta líða lengri tíma milli prófa, og prófa fleiri einstaklinga. Jafnframt að þegar barn með þroskahömlun er prófað að þá beri að styðjast við próf fyrir börn á að minnsta kosti einu aldursbili fyrir neðan viðkomandi einstakling. Ef fleiri einstaklingar eru prófaðir er möguleiki á að sjá hvernig einstaklingar með ýmsar aðrar fatlanir koma út úr prófunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Mobility is the premise that individuals can take care of themselves in everyday life. Motor skills varies from each individual, and childrens developmental speed remains fairly consistant in each and everyone. If a child has a disability it often results in a delay in other aspects of its development, especially mental development. It has been proven that children with a mental or physical disability often don‘t have the same mobility as children of the same age with normal development. The purpose of this study is to see if an ABC motor test, which was created for children with normal development, could be used on children with a disability. Two tests were taken on each child, one that suited their age and the other which was aimed at a lower age. The results from the study show that it is possible to take the ABC motor test on children with a disability but it seems right to take the test designed for children who are at least two years younger. Children who were tested had different results, once child got an X on both tests which means that the results don‘t fit the scale that was created to compare the childs mobility to in the ABC motor test. Another child got an X in one of the two tests. Two children did not get an X for either of the tests, but none of the children was in the 50 percentile. The topic is important and the research shows the importance of researching the context between mobility and other developments. In further researches it is important to give enough time to the test taking, make sure to let a considerable amount of time pass between tests, and test more individuals. Even consider examining a child with a disability with a test that is intended for a child at at least one age group lower. If more individuals are tested there is a greater chance to see test results from children with various disabilities.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_suj.pdf1.12 MBLokaður til...31.08.2135HeildartextiPDF
Age Band_1.pdf7.94 MBLokaðurViðaukiPDF
Age Band_2.pdf7.2 MBLokaðurViðaukiPDF
Age Band_3.pdf5.08 MBLokaðurViðaukiPDF
Age Band_4.pdf6.88 MBLokaðurViðaukiPDF