is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22602

Titill: 
  • Áhrif setu kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja á vinnubrögð stjórna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa rannsóknarverkefnis er fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja (Board diversity). Fyrst eru hugtökin stjórnarhættir fyrirtækja (Corporate governance) og hlutverk stjórnarmanna (Board roles) skilgreind. Því næst er fjallað um fjölbreytileika í stjórnum. Ein af mörgum skilgreiningum á hugtakinu „Stjórnarhætti fyrirtækja“ er; að það sé verkfæri sem verndar fjárfesta gegn eignarnámi innherja (La Porta, Lopez-de-Silanes, Shleifer og Vishny, 2000). Hægt er að skilgreina fjölbreytni stjórna í tvo hluta; verktengda fjölbreytni (task-related diversity) og ei-verktengda fjölbreytni (non task-related diversity) (Adams, Haan og Terjesen, Ees, 2015). Fjallað er um hvernig þessir tveir hlutar hafa áhrif á starfsemi og vinnubrögð stjórna. Ákveðið var að einblína á einn þátt fjölbreytileikans og er markmið verkefnisins að kanna hvort aukin þátttaka kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur einhver áhrif á vinnubrögð stjórnar. Þættirnir í vinnubrögðum stjórna í þessari ritgerð eru skilgreindir sem; samvinna, undirbúningur, ákvarðanataka, ágreiningur, viðhorf og sjálfstæði.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif setu kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja á vinnubrögð stjórna.pdf508.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna