is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22624

Titill: 
  • Hagræn áhrif gjaldeyrishafta á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gjaldeyrishöft voru sett í fyrsta skipti á Íslandi árið 1931 og stóðu í 62 ár eða þar til Ísland gekk í EES. Þá hófst mesta vaxtaskeið í sögu landsins sem endaði með falli þriggja stærstu banka landsins haustið 2008. Í kjölfarið settu íslensk stjórnvöld gjaldeyrishöft á nýjan leik, eftir aðeins fimmtán ár af frjálsum utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrishöft hindra frjálst flæði fjármagns milli landa og gera það að verkum að eðlileg skilvirkni markaða tapast. Þau geta hins vegar gefið stjórnvöldum svigrúm til þess að bregðast við viðkvæmu efnahagsástandi og vernda innlenda markaði. Nú hafa gjaldeyrishöftin frá haustinu 2008 verið í gildi í rúm sjö ár og ekki útlit fyrir afnámi þeirra á næstu mánuðum. Fjármagn sem bundið er slitabúum föllnu bankanna bíður útgreiðslu og efnahagur landsins er yfirfullur af krónum frá góðærisárunum. Þá eru miklar íslenskar krónueignir í eigu erlendra aðila sem vilja með þær úr landi. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hagræn áhrif gjaldeyrishafta og rannsaka skaðleg áhrif þeirra á efnahagslíf landsins. Þá verða möguleikar Íslands á afnámi hafta athugaðir og hvað standi í vegi fyrir afnámi gjaldeyrishafta.

Samþykkt: 
  • 1.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hagraen_ahrif_gjaldeyrishafta_styrmir.pdf548.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna