is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22627

Titill: 
  • Notkun CRM í markaðssetningu og uppbyggingu vörumerkis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn var framkvæmd til þess að meta hvort stjórnendur íslenskra fyrirtækja sem notast við CRM væru að nýta það í markaðsstarf. Ásamt því að kanna hvort þeir teldu að CRM væri að styðja við uppbyggingu á vörumerkjavirði. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fimm stjórnendur fimm fyrirtækja á Íslandi. Ásamt því að skoða þetta tvennt þá spurðu rannsakendur einnig þessa fimm stjórnendur hver þeir teldu að ávinningurinn væri á því að nota CRM kerfi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þessi íslensku fyrirtæki eru öll að nýta sér CRM í markaðsstarf á einhvern hátt en þó mis mikið. Stjórnendurnir voru einnig allir sammála um að CRM hjálpaði til við að byggja upp sterkara samband við sína viðskiptavini sem leiðir til tryggari viðskiptavina. Tryggari viðskiptavinir styrkja vörumerkjavirði fyrirtækja, svo stjórnendurnir töldu þar af leiðandi CRM vera að aðstoða þá við uppbyggingu þess á ákveðin hátt

Samþykkt: 
  • 1.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.HildurSigrunEinarsdottir.pdf805.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna