is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22638

Titill: 
  • „Markmið mitt í lífinu er að enda ekki á Hrauninu“ : námsgengi barna í grunnskóla á Íslandi sem eiga foreldri í fangelsi
  • Titill er á ensku "My aim in life is to avoid prison" : children of incarcerated parents and their educational achievement in Icelandic compulsory schools.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar var að fá mynd af námsgengi barna í grunnskóla á Íslandi sem eiga foreldri í fangelsi. Horft var til stuðnings við nám og daglegt líf barnanna og til þess hver félagsleg staða þeirra og líðan var. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn, byggð á viðtölum við sex lykilpersónur sem tengjast börnunum beint eða óbeint í lífi og starfi. Viðtölin voru tekin á tímabilinu frá nóvember 2014 til mars 2015. Leitast var við að hafa börnin í brennidepli og skoða stöðu þeirra í gagnvirkum nær- og millikerfum eins og Bronfenbrenner skilgreinir þau og Epstein nýtir sér. Þá var horft til velferðarkenningar Roberts um líðan barnanna og stuðning við þau. Í þessu sambandi var einnig leitað til Maslow og skrifa hans um grunnþarfir mannsins. Leiðarljós vinnunnar voru barnavernd, mannúð og jafnrétti.
    Börn sem eiga foreldri í fangelsi eru sérlega viðkvæmur jaðarhópur í samfélaginu. Aðstæður þeirra eru ólíkar því sem almennt þekkist hér á landi. Sennilegt er að börnin hvorki stæri sig af foreldrinu sem afplánar dóm né ræði hvar það er. Þau eru líkleg til að halda upplýsingum um foreldrið leyndum og leggja nokkuð á sig til að sannleikurinn opinberist ekki. Börnin finna fyrir létti þegar þau vita að fullorðnum einstaklingum sem þau bera traust til er kunnugt um leyndarmálið. Þá fyrst eru þau tilbúin til að ræða aðstæður sínar, líðan og gengi í daglegu lífi. Börnunum er gefin rödd og þau geta tjáð sig um aðstæður sínar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að börn fanga á Íslandi upplifi reiði, skömm og vanlíðan, auk þess sem flestum þeirra virðist ganga illa í skóla. Skiptir þá litlu hvort foreldrið sem sætir refsingu býr með barninu eða ekki. Sum þessara barna búa við vanrækslu og illa meðferð og önnur við nokkuð öryggi. Hluti þeirra þarf sjálfur að sjá sér farborða til að uppfylla grunnþarfir mannsins um fæði og klæði. Á meðan svo er situr nám þeirra á hakanum. Öllum þessum börnum þarf að veita sérstaka vernd, óháð samþykki foreldra. Rannsakandi á sjálfur erfitt með að fanga aðstæður þeirra og er til efs að almennur borgari geti í raun sett sig í spor barna í grunnskóla sem eiga foreldri í fangelsi.

  • Útdráttur er á ensku

    The main focus of this research was to see how children of incarcerated parents do in an Icelandic compulsory school setting. At the same time the goal was to realize the kind of educational or mental support these children have access to within their nearest community. The study was a qualitative interview study, with six key informants that all work with this group, directly or indirectly, either in everyday life or through their profession. The interviews were conducted during the period from November 2014 to March 2015. The outposts of the study were the child´s reciprocal interaction within the micro- and mesosystems of Bronfenbrenner´s ecological systems theory and Roberts ABC's of wellbeing theory. The main perspectives were child protection, humanitarian views and equality for all.
    Children of incarcerated parents are a particularly vulnerable and marginalized group in contemporary society. Generally it can be assumed that their living conditions are different from the conditions of ordinary citizens in Iceland. These children are likely to be neither proud of the parent serving a sentence nor do they talk about it. They preserve information about the parent and go to lengths to keep the truth hidden. The children feel relieved knowing that persons closely associated to them are familiar with their conditions. Then the children can begin to discuss their situation, feelings and wellbeing in everyday life. This gives them a voice and an opportunity to express themselves about it.
    The findings indicate that children of prisoners in Iceland experience anger, shame and discomfort and most of them have learning difficulties. Some children of incarcerated parents live in neglect and maltreatment and others in a fairly secure situation. A part of these children need to be self-supportive in order to meet human basic needs of food, clothing and shelter. At the same time their educational needs cannot be in the forefront of their lives. All these children deserve protection, regardless of parental consent. I find it difficult to capture the situation these children live in. At the same time I have doubts that civilians of todays society can actually put themselves in the shoes of children who have a parent in prison.

Athugasemdir: 
  • Höfundur ætlar að skrifa vísindagrein um rannsóknina og vill því að hún sé lokuð fram í miðjan september 2015.
Samþykkt: 
  • 2.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_í_sniðmáti_lokapróförk_IÝP2014-2015 copy.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna