is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22646

Titill: 
  • Arðsemismat á nýrri bílaleigu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að meta hversu arðbær stofnun nýrrar bílaleigu sé í dag. Ákveðið var að skoða þrjár flotastærðir: 20, 40 og 60 bíla og algengustu fjármögnunarleiðir bílaleiga: fjármögnunar- og kaupleigu.
    Farið var í innri- og ytri greiningu á markaðnum. Skoðuð var þróun á markaði bílaleiga ásamt fjölgun ferðamanna undanfarin ár, horfur á markaði bílaleigu til náinnar framtíðar voru skoðaðar og PEST greining gerð til að gefa glögga mynd af þeim markaðsaðstæðum sem ný bílaleiga myndi búa við. Samkvæmt niðurstöðum þessara greininga má áætla að fjölgun ferðamanna muni halda áfram samhliða því að fjárhagsstaða bílaleiga batni eftir erfitt tímabil í kjölfar fjármálahrunsins. Þeir þættir sem gætu haft mest áhrif á bílaleigu eru pólitískir og efnahagslegir, til dæmis hækkun á eldsneytisverði hérlendis, þróun á gengi krónu gagnvart evru og dollar, álagning virðisaukaskatts á ferðaþjónustufyrirtæki og lækkun á niðurfellingu vörugjalda við bifreiðakaup sem bílaleigur njóta.
    Helstu forsendur voru lagðar fram, bæði er varða arðsemismatið og rekstur bílaleigu ásamt því sem fræðin á bak við arðsemismatið voru útskýrð. Farið var í skilgreiningu á arðsemismati, þeim niðurstöðum sem skoðaðar voru og formúlur lagðar fram ásamt því að skilgreina þær áhættugreiningar sem notaðar voru.
    Niðurstöðum arðsemismatsins má skipta í þrjá hluta: niðurstöður hreins núvirðis og innri vaxta, áhættugreiningu og kennitölugreiningu. Hreint núvirði allra sviðsmynda var jákvætt, bæði heildarnúvirði og núvirði eiginfjár. Hagkvæmasta stærð flota voru 40 bílar samkvæmt innri vöxtum bæði í kaup- og fjármögnunarleigu samanborið við 20 eða 60 bíla flota. Næmnigreining leiddi í ljós að sölumagn, söluverð og ávöxtunarkrafa voru næmustu breytur arðsemismatsins. Talsverð áhætta fylgir verkefninu en samkvæmt sviðsmyndagreiningu þarf einungis 10% breytingu til hins verra í lykilforsendum verkefnisins til þess að heildarnúvirðið verði neikvætt. Að sama skapi skilar 10% breyting á lykilforsendum til hins betra töluvert hærra núvirði og innri vöxtum. Kennitölugreining sýndi góðar arðsemistölur sem voru í öllum tilfellum hærri en ávöxtunarkrafa. Gjaldþolskennitölur voru að sama skapi yfir eðlilegum viðmiðum.
    Niðurstöðurnar eru því þær að stofnun á bílaleigu er heilt yfir litið arðbær samkvæmt forsendum líkansins.

Samþykkt: 
  • 2.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArðsemismatÁNýrriBílaleigu_JónAxelÓlafsson_2015_BSc.pdf4.31 MBLokaður til...02.11.2069HeildartextiPDF