is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22659

Titill: 
  • Hormónabreytingar í bráðafasa sjúklinga með höfuðáverka eða innanskúmsblæðingu
  • Titill er á ensku Neuroendocrine changes in the acute phase of traumatic brain injury and subarachnoid hemorrhage
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Höfuðáverkar (HÁ) og innanskúmsblæðingar (ISB) valda dauða og varanlegri fötlun. Rannsóknir benda til að HÁ og ISB hafi áhrif á starfsemi fremri heiladingulsins í bæði bráða- og síðfasa TBI og SAH. Markmið rannsóknarinnar voru að meta eðli hormónabreytinga í bráðafasa miðlungs og alvarlegra HÁ og allra ISB. Að meta tengsl hormónabreytinga og alvarleika áfalls sem og lækkunar í blóðþrýstingi, súrefnismettun og blóðleysi.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var framsýn og framkvæmd á einni stofnun. Hormónaöxlar fremri heiladinguls voru metnir við innlögn (dag 0) með hormónamælingum og 6 dögum eftir áfall með hormónamælingum og Synacthen prófi. Úr sjúkraskrám bæði HÁ og ISB sjúklinga (sjkl.) var skráð GCS, APACHEII skor, lengd gjörgæslulegu, skráning á víkkun sjáaldurs, blóðþrýstingsfall og fall í súrefnismettun og blóðleysi með hemoglóbín gildi < 80 g/dL. Hunt og Hess skor var skráð fyrir ISB hóp og Injury Severity skor fyrir HÁ hóp. S100b var mælt í öllum sjkl. við innlögn. Í rannsókninni tóku þátt 21 HÁ sjkl., 6 með miðlungs alvarlegan HÁ og 15 með alvarlegan HÁ, og 19 ISB sjkl..
    Niðurstöður: Sykursteraöxullinn: HÁ hópurinn hafði marktækt lægra kortisól en ISB hópurinn við innlögn, undir viðmiðunargildum voru 23,8% borið saman við 0% í ISB hópnum. Dag 6 var einn sjkl. í hvorum hóp sem hafði kortisól undir viðmiðunargildi, 6,7% af HÁ hópnum og 9,1% af ISB hópnum. Kynhormónaöxullinn: Í karlmönnum á degi 0 var truflun hjá 52,9% í HÁ hópnum og 57,1% í ISB hópnum. Á degi 6, 84,6% í HÁ hópnum og 90% í ISB hópnum. Það var meiri bæling á LH/FSH í HÁ hópnum. Skjaldkirtlishormónaöxullinn: Einn TBI sjkl. (5,9%) hafði miðlægan skjaldvakabrest á degi 6. Vaxtarhormónaöxullinn: Á degi 0 höfðu 52.4% í HÁ hópnum og 35.7% í ISB hópnum lágt IGF. Á degi 6 höfðu allir nema einn HÁ sjkl. (5.9%) eðl IGF-1 gildi en 25% í ISB hópnum enn lág IGF-1 gildi.
    Þegar tengsl hormónatruflana og alvarleika áfalls voru skoðuð var almennt með auknum alvarleika aukin truflun/bæling á kynhormóna- og skjaldkirtilshormónaöxlinum og aukin virkjun á sykursteraöxlinum.
    Ályktanir: Hormónatruflanir í bráðafasa HÁ og ISB eru algengar. HÁ sjkl. eru í hættu á að fá sykursteraskort en að greina slíkan skort réttilega er erfitt en um leið mjög mikilvægt. Algengasta truflun á heiladingulsöxli var í kynhormónaöxli. Aukin bæling á kynhormóna- og sykursteraöxlinum á heiladingulstigi öxulsins sem og munur á bælingu vaxtarhormónaöxulsins milli HÁ og ISB sjkl. getur bent til að það sé munur á meingerð hormónatruflana hjá HÁ og ISB sjkl. Hvort hormónabreytingar í bráðafasa HÁ og ISB sé eðlileg aðlögun eða ekki er óljóst sem og klíniskt mikilvægi þessara truflana annarra en í sykursteraöxlinum. Frekari rannsókna er því þörf. Meðhöndlandi læknar ættu að meta sykursteraöxulinn þegar ábending er til staðar. Skimun fyrir öðrum hormónatruflunum gæti bent til þarfar á eftirfylgd í síðfasa HÁ og ISB.

  • Útdráttur er á ensku

    Background and aims of the study: Traumatic brain injury (TBI) and subarachnoid hemorrhage (SAH) can cause death and long-term morbidity. Studies indicate that both TBI and SAH may affect pituitary function in both the acute and the chronic phase. The aims of this study were firstly to evaluate the nature of neuroendocrine changes in the acute phase of moderate and severe TBI and all SAH. To evaluate association between neuroendocrine disturbance and indicators of severity of insult as well as hypotension, desaturation and anemia.
    Methods: The study was a prospective single-center study. Anterior hypothalamic-pituitary (HP) hormone axis were assessed on admission (day0) with baseline hormone levels and on day 6 post insult with baseline hormone levels and a Synacthen test. From patient charts we recorded for all patients GCS, APACHEII score, length of ICU stay, pupil dilatation, documented hypotension, desaturation and hemoglobin value <80 g/dL. Hunt and Hess grade for SAH group and Injury severity score for TBI group. S100b was measured in all patients on admission. We included 21 TBI patient, 6 moderate TBI and 15 severe TBI, and 19 SAH patients.
    Results: HP-adrenal axis: The TBI group had significantly lower mean cortisol than the SAH group on day 0, 23.8% of TBI patients had low cortisol and 0% of SAH patients. On day 6, one patient in each group had low cortisol, 6.7% of TBI and 9.1% of SAH. HP-gonadal axis: In males on day 0, 52.9% of TBI patients and 57.1% of SAH patients and on day 6, 84.6% of TBI patients and 90% of SAH patients had suppressed HP-gonadal axis. There was a greater suppression of LH/FSH in the TBI group. HP-thyroid axis: Only one TBI patient (5.9%) had secondary hypothyroidism on day 6. HP-somatotroph axis: On day 0, 52.4% of TBI patients and 35.7% of SAH patients had low IGF-1. On day 6 all but one TBI patient (5.9%) had normalized their IGF-1 but 25% of SAH patients still had low IGF-1.
    In general when evaluating association there seemed to more suppression of the hypothalamic-pituitary (HP) gonadal and thyroid axis.
    Conclusion: Neuroendocrine disturbance in the acute phase of TBI and SAH is common. TBI patients are at risk for corticosteroid insufficiency (CI) but the diagnosis of CI is difficult but the at the same time very important to diagnose. The HP-gonadal axis was the most commonly disturbed axis. Greater suppression of the HP-gonadal and adrenal axis at the pituitary level in TBI patients as well as difference in somatotroph disturbance may be explained by different causative mechanisms for hormonal disturbance in TBI and SAH patients. The clinical significance of these disturbances, other than the HP-adrenal axis, whether adaptive or maladaptive is uncertain. Further studies are needed on the subject. Clinicians should evaluate the HP-axis on indication as treament with hydrocortisone can be lifesaving. Routine evaluation of other hormonal axis during the acute phase of TBI or SAH might indicate a need for further follow up in the chronic phase of TBI or SAH insult.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður LSH
Samþykkt: 
  • 4.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Msc_Pétur Sigurjónsson.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna