is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22670

Titill: 
  • Meistaraverk: Hefðarveldi og aðrir áhrifaþættir í útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á litlu málsvæði eins og Íslandi ráða bókaútgefendur miklu þegar kemur að aðgangi að heimsbókmenntunum og hugmyndasögunni. Ein af þeim útgáfum sem lagt hafa hvað mesta áherslu á að þýða merkar bækur sögunnar er Hið íslenska bókmenntafélag sem gefur meðal annars út Lærdómsrit bókmenntafélagsins. Verkin sem mynda ritröðina eru þegar þetta er skrifað rúmlega 80 og spanna gríðarlega langt tímabil í sögu mannsins og mikið svið vísinda og fræða. Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hvernig verkin sem gefa á út eru valin og hvaða þættir hafa áhrif á það.
    Hefðarveldi eða kanóna er einn þáttanna sem hvað mest áhrif hafa og er því fjallað sérstaklega um það. Fjallað er um eðli hefðarveldisins, en styr hefur staðið um það á síðustu árum. Deilt hefur verið um hvaða verk teljast til hefðarveldisins, en einnig um hlutleysi þess. Margir fræðimenn telja að ekki sé hægt að tala um hefðarveldið eingöngu á þeim grundvelli að þar fari bestu bækur sögunnar heldur verði að taka menningarbundið vald með í reikninginn og gera ráð fyrir því óréttlæti sem undirskipaðir hópar samfélagsins hafa verið beittir í áranna rás. Á meðan eru aðrir sem verja hefðarveldið og bera við þeim áhrifum sem bækurnar hafa haft og það langlífi sem minningu þeirra hefur hlotnast.
    Einnig er fjallað um aðra jarðbundnari þætti sem haft gætu áhrif á valið, svo sem framboð á þýðendum og fjármagn sem útgáfan hefur úr að spila. Að lokum er tekið saman hvaða áhrif þetta hefur á útgáfu Lærdómsrita og hvernig til hefur tekist við útgáfuna í gegnum tíðina.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_2015_gse_loka.pdf894.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna