is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2268

Titill: 
  • Ímynd og upprunaland vöru. Notkun Íslands í markaðssetningu Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessar er að skoða hvernig upprunaland vöru og ímynd þess getur haft áhrif á vöru eða vörumerki og skoða sérstaklega hvernig Sjóklæðagerðin 66°Norður notar tengslin við Ísland og ímynd landsins í markaðssetningu sinni erlendis. Rannsóknarspurningin sem leitast verður við að svara er: Hvernig er markaðssetningu Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður háttað og hvernig fellur markaðssetningin að hugmyndum fræðimanna um notkun upprunalands og ímyndar í árangursríkri markaðssetningu? Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem markaðssetning fyrirtækisins var skoðuð með það fyrir augum að varpa ljósi á notkun tengslanna við Ísland í markaðssetningu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Sjóklæðagerðin 66°Norður nýtir sér tengslin við Ísland mjög víða. Vörumerkið virðist í einhverjum tilvikum nýta sér Ísland sem staðgengil við ímyndarsköpun meðal kaupenda vegna þess hve óþekkt vörumerkið er erlendis. Tengingin við Ísland er sterk í öllu markaðsefni fyrirtækisins þar sem íslensk náttúra er fyrirferðarmikil auk þess sem sterk tilvísun er í landið í öllu markaðsefni fyrirtækisins. Á heildina litið er hægt að segja að Sjóklæðagerðin 66°Norður nýti vel kosti Íslands sem upprunalands hönnunar. Merkið er lítið og óþekkt á erlendum mörkuðum og tengingin við Ísland veitir vörumerkinu sérstöðu sem er nauðsynleg til þess að ná athygli hugsanlegra kaupenda.

Samþykkt: 
  • 27.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Hjordis_Maria_Olafsdottir_fixed.pdf974.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna