is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22717

Titill: 
  • Rætur hetjusagnar: um fornaldarsögur Norðurlanda og Völsunga sögu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sagnaflokkurinn fornaldarsögur Norðurlanda er kvistur á grein íslenskra miðaldabókmennta. Eins og nafnið ber með sér er sögusviðið Norðurlönd og þrátt fyrir að ekki sé um að ræða fornöld eins og hún er skilgreind í dag þá er sögutíminn eigi að síður eldri en landnámið og teygja fornlegustu hetjusögurnar sig alla leið til upphafs þjóðflutninganna miklu, á 4. öld. Daninn Carl Christian Rafn stofnaði, í félagi við íslenska námsmenn í Höfn, fornritafélag og hóf útgáfu fornrita árið 1824 með Jómsvíkingasögu. Tveimur öldum áður, á upplýsingaöldinni, hafði áhugi Svía og Dana kviknað fyrir þessum bókmenntum og á síðari hluta 17. aldar hófust þýðingar og útgáfur Svía á einstökum fornaldarsögum. Ritunartími sagnanna er talinn vera frá 13.–15. aldar. Þær hafa allt frá ritun notið mikilla vinsælda, um það ber fjöldi afrita órækt vitni. Fornaldarsögur Norðurlanda skiptast í hetjusögur, víkingasögur og ævintýrasögur og eru hetjusögurnar taldar elstar. Þekktust hetjusagnanna er Völsunga saga sem fjallar um uppruna og afdrif Völsunga¬ættarinnar, allt frá Siga herkonungi, syni Óðins, til Sigurðar Fáfnisbana, dauða hans og Brynhildar. Grimmilegum örlögum Gjúkunga og Atla Húnakonungs og viðskiptum síðustu Gjúkunganna við Jörmunrek Gotakonung eru gerð skil. Konungsbók eddukvæða rekur sögu¬efnið frá Sigurði Fáfnisbana til loka sögunnar en ljóst er að sagan fer eftir annarri og fyllri gerð kvæðisins og jafnvel einnig glötuðum lausamálssögnum. Sögusviðið er germanskt en sagnirnar og kvæðin hafa varðveist betur á Norðurlöndum. Hvernig barst sagnarfurinn norður um lönd? Í ritgerðinni er sett fram tilgáta um það. Lönd Herúla og Gota lágu saman þegar Jörmunrekur féll 375. Herúlar voru orðnir skattþegnar Húnakonungs þegar Atli féll, árið 453. Herúlar áttu allan tím¬ann bakland á Jótlandi og Fjóni. Eftir ósigur Herúla gegn Langbörðum árið 512 flyst konungsætt Herúla norður á bóginn til átthaga sinna. Þar ríkti Skjöldungaættin á 6. öld, konungsætt Herúlanna. Hún laut í lægra haldi fyrir Dönum um miðja öldina og runnu Herúlar saman við dönsku þjóðina. Sagna- og kvæðaarfurinn varð þannig danskur menningararfur.

  • Útdráttur er á ensku

    Fornaldarsögur Norðurlanda (e. The Legendary Sagas) are a sub branch of Icelandic medieval literature. They take place in the Nordic countries, before the colonization of Iceland and some reach as far back as to the great exodus in the 4th century.
    Carl Christian Rafn, a Danish national, founded the Royal Norse Ancient Writings Society and began publishing sagas in 1824, starting Jómsvíkinga saga. Two centuries before, during the Age of Enlightenment, a surge in interest in medieval literature in Sweden and Denmark sparked the translation and subsequent publication of ancient sagas in late 17th century.
    Their time of writing is believed to be 13th–15th century. Their immense popularity is attested by the great amount of copies and rewritings available. The legendary sagas of the Nordic countries are divided into three categories: stories of heroes, stories of vikings and adventure stories. The stories of heroes are believed to be the oldest. Best known among them is Völsungasaga, which narrates the origins and destinies of the Völsung clan, from king Sigi, son of Odin, to Sigurður Fáfnisbani, his and Brynhildur’s death, the cruel fate of Gjúkungar clan and Atli Húnakonungur, and the interactions of the remaining members of the clan with Jörmunrekur, king of Goths.
    Konungsbók eddukvæða narrates the same story, though it is clear, it is based on a more complete version of the poems, and also possibly lost oral versions. Although the saga takes place in Germanic regions, it has primarily been preserved in the Nordic countries. The thesis examines and discusses how the elements that comprise the saga found their way to the Nordic regions.
    The tribes of Heruli and Goths shared a border when king Jörmunrekr died in 375. The Heruli had become subjects of Atli king of Huns, when he died in 453. After their defeat against the Langobards in 512, the Heruli royal family, known as Skjöldungar, retreated to the north, where they ruled until 6th century. Their defeat to the Danes mid 6th century resulted in their merging with the Danish nation. Their literary heritage thus became a part of the heritage of the Danes.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistari Óttar Felix Hauksson.pdf643.69 kBLokaður til...19.01.2025HeildartextiPDF
Kápa Óttar Felix Hauksson.pdf749.86 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna