is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2271

Titill: 
  • Lífið á Facebook: Um formgerð samskipta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn mín bendir til þess að Facebook breyti formgerð samskipta fólks þó svo að hlutverk þeirra sé það sama. Með eigindlegum viðtölum við átta notendur Facebook var skyggnst inn í hugarheim ungs fólks á Íslandi og voru upplifanir þeirra á hinum rafræna veruleika mátaðar við félagsfræðilegar kenningar. Bylting hefur orðið í samskiptum manna; með tilkomu Netsins kemur fram önnur vídd þ.e. hvergi staðarins, þar sem notandi Facebook getur verið líkamlega viðstaddur í raunheimum og á sama tíma átt í samskiptum við aðra inni á tengslaneti netheima. Þar sem Íslendingar eru á meðal netvæddustu þjóða heims með yfir 45% þjóðarinnar sem virka notendur inni á tengslanetinu Facebook má segja að þessi nýi samfélagsmiðill séu orðinn hluti af hinu daglega lífi. Facebook hefur aukið á tengsl fólks þar sem það tengist enn meira við kunningja en það gerði áður í raunheimum og eykur á félagslegan höfuðstól manna. Félagsleg hegðun er ekki lengur staðbundin því að samfélög sem verða til á Netinu eins og á Facebook eru mun meira byggð á vali heldur en í raunheimum.
    Mikilvægt er þó að taka fram að ekki eru allir tengdir Netinu, fátæk og ótölvuvædd svæði hafa ekki orðið fyrir áhrifum formbreytinga samskipta að eins miklu leyti og hinar vestrænu þjóðir. Félagsfræðingar hafa haldið því fram að rafræn tækni sé framlenging á okkur sjálfum og því skipti innihaldið boðskipta litlu máli, einnig að tækifæri til þess að eiga í samskiptum samskiptanna vegna séu fleiri með tilkomu tengslanetavefja. Fjöldi notenda samfélagsvefja benda til að félagsleg áhrif nettækninnar á líf fólks eru einhverjar og sömuleiðis spegla athugasemdir notendanna þessa þróun. Samskipti á Netinu hafa haft mikil áhrif á það hvernig fólk á í samskiptum í raunheimum og þá sérstaklega hvernig það tengist öðrum. Skilvirkni, hraði og aukið magn upplýsinga eru hugtök sem eiga við tengslanetið Facebook og fyrst að fámennissamfélagið Ísland á í samskiptum þarna inni er þetta verðugt rannsóknarefni fyrir fræðasamfélag framtíðarinnar.

Samþykkt: 
  • 27.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_PDF_fixed.pdf578.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna