is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22737

Titill: 
  • Sterkar konur eða staðalmyndir? Endurreisnarprinsessur Disney í ljósi femínisma, hnattvæðingar og dægurmenningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort endurreisnarprinsessur Disney séu sterkar kvenfyrirmyndir fyrir stelpur og stráka sem á myndirnar horfa. Bera þær eitthvað nýtt með sér eða eru þær bara gamall pakki í nýjum umbúðum? Ritgerðin er heimildaritgerð þar sem skoðaðar eru kenningar femínisma, alþjóðasamskipta, hnattvæðingar og dægurmenningar ásamt völdum teiknimyndum frá Disney.
    Fimm prinsessur flokkast undir endurreisnina: Aríel (Litla hafmeyjan), Fríða (Fríða og Dýrið), Jasmín (Aladdín), Pocahontas (Pocahontas) og Mulan (Mulan). Allar eiga þær það sameiginlegt að vilja brjótast út fyrir ramma hefðarinnar og sanna sig á eigin forsendum. Fyrst voru kenningarnar skoðaðar og prinsessurnar svo bornar saman út frá ákveðnum meginþemum: Draumum, feðrum, líkamlegu atgervi, ómennskum félögum, prinsum, skapgerð og ástinni. Prinsessurnar bera vissulega með sér eitthvað nýtt, þær eru forvitnar, áræðnar og ævintýragjarnar. Hins vegar geta þær einnig vakið óraunhæfar væntingar, einkum þegar kemur að ástinni. Niðurstaðan er því sú að þær geta verið fyrirmyndir að sumu leyti en ekki öðru. Sjónarhorn áhorfandans spilar einnig inn í, hvert viðhorf hans er til myndanna og hvaða menning hefur mótað hann.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda María - MA ritgerð.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna