is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22745

Titill: 
  • „Vox viva docet“: Um tengslanet milli safnara og heimildarmanna við þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar
  • Titill er á ensku "Vox viva docet": The Network of Collectors and Contributors of Icelandic Folktales Under Supervision of Jón Árnason
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari eigindlegu rannsókn er markmiðið að skýra nokkra þætti við framkvæmd söfnunar þjóðsagna sem Jón Árnason (1819–1888) stóð fyrir um miðbik 19. aldar, áður en hann gaf út þjóðsagnasafn sitt á árunum 1862–1864. Einkum verður fjallað um heimildaöflun samstarfsmanna Jóns sem og tengslanet þeirra við söfnun þjóðsagna. Því hefur verið haldið fram að yfirleitt hafi það verið prestlærðir menntamenn og embættismenn sem skrásettu þjóðsögurnar um allt landið eftir frásögn gamals almúgafólks en sú mynd virðist vera of einföld til að geta staðist. Þessi ritgerð byggir á tilviksathugun á einum samstarfsmanni Jóns Árnasonar, séra Sigurði Gunnarssyni (1812–1878), sem safnaði þjóðsagnaefni handa Jóni á Austurlandi, eða nánar tiltekið í Norður- og seinna einnig í Suður-Múlasýslu. Lítið hefur verið minnst á Sigurð í samhengi við þjóðsagnasafnið, þrátt fyrir að heimildarmenn hans hafi útvegað honum, og ekki síst Jóni Árnasyni, umtalsvert magn sagna.
    Í ritgerðinni verður m.a. lögð áhersla á hvaða aðferðir Sigurður notaði til að útvega sér sagnaefni handa Jóni Árnasyni frá fólki í sinni sveit, hvernig hann kom sér upp tengslaneti sagna- og heimildarmanna við söfnun sína og á hvaða hátt hann tengdist heimildarmönnum sínum. Ennfremur verður leitt í ljós hverjir helstu heimildarmenn Sigurður voru og lögðu þar með sögur sínar að mörkum til Íslenzkra þjóðsagna og ævintýra. Svo virðist sem ákveðnir samfélagshópar hafi átt sérstakan þátt í að útvega Sigurði Gunnarssyni þjóðsögur og má helst nefna fjölskyldu hans, nokkra skólarpilta sem hann kenndi sem og alþýðuskrifara í sókn hans.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_RW.pdf5.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna