is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22775

Titill: 
  • Sifjatengsl á Grænlandi. Breytingar á grænlenskum fjölskyldum eftir seinni heimsstyrjöldina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessa verkefnis er sifjatengsl á Grænlandi. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig hlutverk innan grænlensku fjölskyldunnar hafa breyst í kjölfar nútíma- og þéttbýlisvæðingar og áhrif þessara breytinga á sifjakerfi Grænlendinga. Í upphafi eru kynntar til sögunnar sifjakenningar í mannfræði og þá auknu gagnrýni sem þær hafa fengið á sig á seinni árum. Skoðað er hvernig hugtök innan sifjarannsókna hafa breyst frá hinni Evrópumiðuðu hugsun yfir í notkun opnari og flóknari hugtaka sem sameina hugmyndir um félagsleg ferli og mannlegan atbeina. Þessi sifjahugtök eru síðan skoðuð útfrá grænlensku samfélagi. Sifjar eru mjög mikilvægar meðal inúíta á Grænlandi og kemur það sérstaklega fram í nafngiftarkerfi þeirra. Við aukna þéttbýlisvæðingu hafa samfélagssjúkdómar líkt og sjálfsvíg, alkóhólismi og ofbeldi aukist til muna. Ungir karlmenn eru í mestum áhættuhópi þegar kemur að sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsvígum. Fjallað verður um tengsl nútímavæðingar og samfélagssjúkdóma. Hlutverk innan fjölskyldunnar hafa tekið miklum stakkaskiptum með aukinni þéttbýlisvæðingu á Grænlandi. Í upphafi byggðist grænlenskt samfélag á veiðimannasamfélagi með stórfjölskylduna sem félagslegan og efnahagslegan miðpunkt en varð á stuttum tíma að nútíma launasamfélagi þar sem kjarnafjölskyldan er ríkjandi fjölskyldueining. Við aukna nútímaæðingu verða breytingar á ýmsum þáttum samfélagsins og verður fjallað stuttlega um þær breytingar sem orðið hafa á fæðingarhefðum og uppeldi barna.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sifjatengsl á Grænlandi.pdf513.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna