is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2277

Titill: 
  • Svæðanudd sem hjúkrunarmeðferð við krabbameinstengdri þreytu. Skoðun í ljósi gagnreyndrar þekkingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að lýsa vanda þeirra sem hafa einkenni krabbameinstengdrar þreytu og fjalla um svæðanudd sem mögulega viðbótarmeðferð í ljósi gagnreyndrar þekkingar.
    Í upphafi var fjallað um hugmyndafræði gagnreyndrar þekkingar, kynntar aðferðir National Comprehensive Cancer Network og The Cochrain Collaboration til að flokka rannsóknarþekkingu og fjallað um reynsluþekkingu fagfólks og sjúklinga. Fram kom að þrátt fyrir að mikil áhersla sé lögð á vel hannaðar tilraunarannsóknir er vaxandi áhugi og skilningur á gagnreyndri þekkingu sem fengin er með öðrum rannsóknaraðferðum.
    Fjallað var um krabbameinstengda þreytu, algengi hennar og afleiðingar. Þreyta er einkenni sem flestir krabbameinssjúklingar finna fyrir og telja vera meðal erfiðustu aukaverkana krabbameinsmeðferðar. Markmið verkefnisins var að gera grein fyrir hvort tímabært sé að innleiða svæðanudd sem viðbótarmeðferð við einkennum krabbameinstengdrar þreytu.
    Notkun óhefðbundinna meðferða hefur aukist meðal almennings, sjúklinga og ekki síst krabbameinssjúklinga. Fjallað var um óhefðbundnar meðferðir og svæðanudd, sögu þess, hugmyndafræðilegan bakgrunn og virkni. Ítarleg skoðun var gerð á rannsóknum þar sem svæðanuddi hefur verið beitt sem íhlutun fyrir sjúklinga með krabbamein. Niðurstaðan var að ekki sé tímabært að innleiða svæðanudd sem viðbótarmeðferð við einkennum krabbameinstengdrar þreytu vegna þess hve rannsóknir eru takmarkaðar. Áhugaverðar vísbendingar eru engu að síður um að svæðanudd geti haft áhrif á meinta orsakaþætti þreytu.
    Bent var á að ástæðulaust væri að hafna viðbótarmeðferðum vegna skorts á vel hönnuðum tilraunarannsóknum. Það var stutt þeim rökum að aðrar tegundir rannsókna og reynsluþekking fagfólks og sjúklinga getur verið grunnur undir nýtingu slíkra meðferða. Einnig að erfitt getur verið að framkvæma slíkar rannsóknir þegar viðbótarmeðferðir eru annars vegar.

Samþykkt: 
  • 27.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til meistaraprófs_fixed.pdf3.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna