is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22786

Titill: 
  • Samkynhneigð og barneignir á Íslandi. Hvaða úrræði standa samkynhneigðum til boða þegar kemur að fjölskyldulífi og barneignum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Réttarstaða samkynhneigðra á fjölskyldusviði hefur mikið verið til umfjöllunar í samfélaginu á undanförnum árum. Upphaf réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi og erlendis snérist fyrst um að eiga tilverurétt. Í framhaldinu fóru samkynhneigðir að krefjast réttar til fjölskyldulífs. Fordómar og fáfræði gerði baráttu þeirra oft erfiða.
    Í þessu lokaverkefni er fjallað um samkynhneigða einstaklinga og þeirra leiðir til að stofna fjölskyldu í nútíma samfélagi og hvaða úrræði þeir hafa til að eignast börn, ásamt því að farið er yfir félagslega og lagalega sögu þeirra.
    Markmiðið er að skoða hvort félagslegar og lagalegar breytingar undanfarna áratugi hafi bætt stöðu samkynhneigðra til fjölskyldulífs og barneigna. Helstu úrræði samkynhneigðra við barnleysi eru ættleiðing, staðgöngumæðrun og tæknifrjóvgun. Áður en lög um staðfesta samvist voru lögfest hér á landi árið 1996 höfðu samkynhneigðir engin sérstök réttindi á fjölskyldusviði. Á síðastliðnum árum hafa orðið miklar breytingar á félagslegum, jafnt sem lagalegum réttindum samkynhneigðra, sérstaklega í íslensku þjóðfélagi. Þessar breytingar hafa haft í för með sér að dregið hefur úr fordómum gagnvart samkynhneigðum og viðhorf almennings er orðið jákvæðara gagnvart þeim.
    Helstu niðurstöður eru þær að lagasetningar undanfarinna ára hafa stuðlað að því að samkynhneigðum hefur verið veittur lagalegur réttur til að stofna fjölskyldu en í raun geta þeir ekki nýtt sér þennan rétt að fullu. Réttur til ættleiðinga hefur verið veittur en ekkert af þeim löndum sem Ísland er með ættleiðingarsamninga við leyfir samkynhneigðum pörum að ættleiða barn erlendis frá. Niðurstöður rannsókna benda til að enginn verulegur munur sé á uppeldisaðferðum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra fjölskyldna. Réttindabarátta samkynhneigðra snýst einnig um að öðlast fullan rétt á öllum sviðum samfélagsins og til þess þarf meðal annars að setja inn í núverandi stjórnarskrá verndarákvæði fyrir hinsegin fólk, stjórnvöld þurfa að móta stefnu til að ná þessum markmiðum og hugarfarsbreyting meðal almennings þarf að eiga sér stað gagnvart samkynhneigðum og börnum þeirra þannig að litið sé á alla sem jafningja.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fanney Einarsdóttir BA ritgerð.pdf746.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna