is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2278

Titill: 
  • Íslensk kvennatímarit: Sölutorg staðalmynda?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er fræðilegur hluti meistaraverkefnis í blaða- og
    fréttamennsku við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um
    dægurmenningu vestræns samfélags og hún skilgreind, með áherslu á
    kvennatímarit. Fjallað er um áhrif þessarar tilteknu menningar á líf fólks
    og hugmyndir fræðimanna um menningarleg yfirráð hennar. Farið er yfir
    birtingarmyndir kvenna í kvennatímaritum almennt, uppbyggingu þessara
    blaða sem og þær staðalmyndir kvenna sem í þeim eru.
    Rannsókn ritgerðarinnar er tvískipt. Annars vegar er gerð rannsókn á
    tveimur íslenskum kvennatímaritum, Nýju Lífi og Vikunni. Skoðað er
    hvernig blöðin reyna að höfða til kvenna, hvaða birtingarmyndir kvenna
    koma fram í þeim og hvort þær byggi á ákveðnum staðalmyndum. Einnig
    er tenging milli auglýsinga og innihalds tímaritanna skoðuð. Þessi hluti
    rannsóknarinnar styðst við innihaldsgreiningu, en hún er skilgreind sem
    skipulögð greining á innihaldi greina, ímynda og annarra menningarlegra
    gagna. Með þessu er hægt að fá skýra mynd af því hvernig blöðin eru
    uppbyggð í myndum og máli og sjá hvort áherslubreytingar hafa orðið á
    þessum atriðum á rannsóknartímabilinu.
    Hins vegar var fjórum ritstjórum, tveimur frá hvoru tímariti, sendur
    spurningalisti þar sem þeir voru spurðir út í ritstjórnastefnu sína, hvernig
    þeir hefðu reynt að höfða til kvenna með efnisvali og myndum, hvernig
    þeir skilgreindu markhóp sinn og hvernig auglýsingar voru valdar í blöðin.
    Niðurstöður leiddu í ljós að reynt er að höfða til kvenna í gegnum
    reynslusögur og frásagnir af konum. Þær birtingarmyndir kvenna sem
    koma fram í tímaritunum eru helst af framakonum, fórnarlambi,
    húsmæðrum, mæðrum og fegurðardrottningum. Mjög breiður hópur
    kvenna er tekin fyrir í þessum blöðum, bæði hvað varðar aldur, störf, stétt
    og útlit og er því ekki hægt að segja að blöðin gangist upp í ákveðnum
    staðalmyndum um konur, að öðru leyti en að reyna að höfða til þeirra sem
    tilfinningaverur. Uppsetning blaðanna bendir til þess að gert sé út á þá
    staðalmynd að konur geti illa einbeitt sér að einum hlut í einu. Bein
    tenging er á milli auglýsinga og innihaldi blaðanna, en auglýsingarnar
    gerðu, margar hverjar, hinni ungu, grönnu konu hátt undir höfði ásamt því
    að spila á kynferðislega undirtóna. Ritstjórar blaðanna gátu ekki skilgreint
    konur sem einn ákveðin markhóp, en reyndu að höfða til þeirra á
    persónulegum nótum og völdu myndefni í blöðin í samræmi við það. Ekki
    virtust öll blöðin vera með ákveðna auglýsingastefnu. Þær breytingar sem
    urðu á blöðunum á rannsóknartímabilinu fólust aðallega í aukningu á
    reynslusögum kvenna, meiri nekt í ákveðinni tegund auglýsinga og
    brotakenndari uppsetningu.

Samþykkt: 
  • 28.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IN_fixed.pdf321.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna