is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22791

Titill: 
  • Brottfall barna af erlendum uppruna úr japönskum skólum. Starf frjálsra félagasamtaka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa verkefnis er að skoða starf og hlutverk frjálsra félagasamtaka þegar kemur að menntun barna af erlendum uppruna. Farið verður yfir hvernig móttöku barna af erlendum uppruna er háttað í japanska skólakerfinu, til dæmis hvort sérúrræði eða tungumálakennsla af einhverju tagi bjóðist börnunum. Einnig verður skoðað hvernig skólar í japönsku samfélagi, sem verður sífellt fjölbreyttara, undirbúa öll börn til þátttöku í samfélaginu. Litið verður á hvaða þættir hafa áhrif á það hvort börnin haldi áfram í námi eða detti úr námi fyrir eða í menntaskóla.
    Niðurstöður rannsóknar minnar byggja á gögnum sem aflað var í þremur frjálsum félagasamtökum frá ágúst 2013 til apríl 2014. Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í viðtölum og samtölum við einstaklinga ásamt þátttökuathugunum en þessar rannsóknaraðferðir flokkast undir eigindlegar aðferðir í mannfræði. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að hjá öllum samtökunum er boðið upp á japönskukennslu fyrir börn, aðstoð með heimanám og annað tengt námi þeirra. Viðmælendur mínir lögðu áherslu á mikilvægi þjónustunnar og að þau væru að bjóða upp á aðstoð sem skólarnir veittu ekki.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga Stephensen-2.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna