is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22802

Titill: 
  • Vímuefnasýki hjá einstaklingum með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Megin viðfangsefni hennar er að skoða vímuefnasýki hjá einstaklingum með þroskahömlun. Þetta viðfangsefni hefur lítið sem ekkert verið rannsakað á Íslandi en töluverð aukning á rannsóknum hefur átt sér stað erlendis á síðustu árum. Talið er að vímuefnasýki hafi aukist hjá þessum þjóðfélagshóp með auknu sjálfstæði og þátttöku í samfélaginu. Kannað verður hvort að vímuefnasýki er algeng hjá einstaklingum með þroskahömlun og hvaða úrræði hentar þessum hóp ásamt hvaða úrræði stendur honum til boða hér á landi. Rannsóknir sýna fram á að neysla á vímuefnum er ekki algeng hjá einstaklingum með þroskahömlun, aftur á móti er tíðni vímuefnasýki há meðal þeirra sem neyta vímuefna. Rannsóknir benda til þess að aðferðir sem byggja á styrkingu og refsingu, áhugahvetjandi samtals (e. motivational interviewing) og atferlismótun (e. behavioural change) bera árangur. Einnig er einstaklingsbundin ráðgjöf talin árangursríkari fyrir þroskahamlaða einstaklinga en hópmeðferð. Langvarandi meðferð þar sem viðeigandi talsmáti er notaður er talin vera ákjósanleg fyrir þennan hóp. Það er þó þörf á fleiri rannsóknum til að sýna fram á árangur þessara aðferða. Þær meðferðarstofnanir sem standa til boða hér á landi hafa mismunandi áherslur og bjóða upp á fjölbreyttar aðferðir. Það er þó engin sértæk fíknimeðferð í boði fyrir einstaklinga með þroskahömlun en rannsóknir benda til þess að þeir þurfi á því að halda vegna vitsmunalegrar takmörkunar. Þörf er á að rannsaka þau úrræði sem standa þessum hóp til boða hér á landi og hvort þau skili tilætluðum árangri

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf740.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna