is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22809

Titill: 
  • Þekking og viðhorf verkefnastjóra félagsmiðstöðva í Hafnarfirði : til hugmyndafræðinnar og starfs með fötluðum ungmennum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að athuga þekkingu á hugmyndafræði og viðhorf verkefnastjóra félagsmiðstöðva í Hafnarfirði til þátttöku fatlaðra ungmenna í starfi félagsmiðstöðvanna. Í upphafi ritgerðar er farið yfir sögu og hugmyndafræði í málefnum fólks með fötlun. Skoðuð er svo saga félagsmiðstöðva og þróun sem og skilgreining á hugtakinu tómstundir. Farið er yfir mikilvæg þroskaskref unglingsáranna og mikilvægi félagslegrar þátttöku og félagsmótun. Farið er stuttlega yfir þann lagaramma sem ber að fylgja í þjónustu við fólk með fötlun og að lokum þær hindranir sem það upplifir. Aflað var heimilda sem tengdust efninu bæði úr fötlunarfræði og félagsfræði. Tekin voru viðtöl við verkefnastjóra þriggja félagsmiðstöðva í Hafnarfirði þau kóðuð og greind. Notast var við eigindlega aðferð svo ekki er mögulegt að alhæfa um niðurstöður. Helstu niðurstöður leiddu þó í ljós að nokkuð vantar upp á þekkingu verkefnastjóra um málefni fatlaðra ungmenna og rétt þeirra til fullrar þátttöku án aðgreiningar. Ekki voru ljós markmið eða leiðir íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar eða félagsmiðstöðvanna til að ná betur til þessa hóps. Ljóst þykir að vitundarvakning þurfi að vera innan þessa stofnanna svo ungmenni fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á og eigi möguleika á fullri þátttöku með jafnöldrum sínum án aðgreiningar.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf556.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna