is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22812

Titill: 
  • Skóli er töff : skapandi hópverkefni 2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þema verkefnisins, Skóli er töff, var valið með lýðræðislegri kosningu meðal 25 þriðja árs grunnskólakennaranema. Þeir höfðu valið að vinna skapandi hópverkefni sem lokaverkefni til B.Ed.-gráðu. Kannaðar voru ýmsar fræðilegar heimildir tengdar efninu og á grundvelli þeirra könnunar voru myndaðir undirhópar. Af heimildum mátti draga þá ályktun að skortur væri á jákvæðri umræðu um grunnskólann bæði innan samfélagsins og menntastofnana. Sú sýn samræmdist upplifun hópfélaga og vildu þeir leggja sitt af mörkum til að bregðast við því ástandi. Heildarhópurinn skipti sér í fjóra undirhópa sem einbeittu sér að eftirfarandi viðfangsefnum: Mikilvægi menntunar, með áherslu á grunnskólagönguna; grunnskólakennaranám, með áherslu á kjörsvið; kennarastarfið og hvað það er sem viðheldur drifkrafti og áhuga kennara; kennslustofan og áhrifin sem umhverfi hennar getur haft á nemendur og kennara. Ákveðið var að sýna afurð verkefnisins á vefsíðu, skoliertoff.is, þar sem birt væru myndbönd af viðtölum og þær fræðilegu upplýsingar sem beintengjast hverju viðfangsefni fyrir sig. Viðtölin reyndust þýðingarmikil í upplýsingaöflun verkefnisins þar sem viðmælendur veittu mikla innsýn og gáfu hreinskilin, áhugaverð svör. Sum þessara svara voru nýtt sem munnlegar heimildir í texta á vefsíðu og í greinagerð. Niðurstöður sýna að auðvelt er að finna marga jákvæða fleti á öllum sviðum skólastarfsins; kennaranámi, kennarastarfi, kennslustofunni og menntun.

Athugasemdir: 
  • Þetta verkefni er hluti af skapandi hópverkefni 2015.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skoliertoff_pdf.pdf897.18 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna