ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22812

Titill

Skóli er töff : skapandi hópverkefni 2015

Skilað
Júní 2015
Útdráttur

Þema verkefnisins, Skóli er töff, var valið með lýðræðislegri kosningu meðal 25 þriðja árs grunnskólakennaranema. Þeir höfðu valið að vinna skapandi hópverkefni sem lokaverkefni til B.Ed.-gráðu. Kannaðar voru ýmsar fræðilegar heimildir tengdar efninu og á grundvelli þeirra könnunar voru myndaðir undirhópar. Af heimildum mátti draga þá ályktun að skortur væri á jákvæðri umræðu um grunnskólann bæði innan samfélagsins og menntastofnana. Sú sýn samræmdist upplifun hópfélaga og vildu þeir leggja sitt af mörkum til að bregðast við því ástandi. Heildarhópurinn skipti sér í fjóra undirhópa sem einbeittu sér að eftirfarandi viðfangsefnum: Mikilvægi menntunar, með áherslu á grunnskólagönguna; grunnskólakennaranám, með áherslu á kjörsvið; kennarastarfið og hvað það er sem viðheldur drifkrafti og áhuga kennara; kennslustofan og áhrifin sem umhverfi hennar getur haft á nemendur og kennara. Ákveðið var að sýna afurð verkefnisins á vefsíðu, skoliertoff.is, þar sem birt væru myndbönd af viðtölum og þær fræðilegu upplýsingar sem beintengjast hverju viðfangsefni fyrir sig. Viðtölin reyndust þýðingarmikil í upplýsingaöflun verkefnisins þar sem viðmælendur veittu mikla innsýn og gáfu hreinskilin, áhugaverð svör. Sum þessara svara voru nýtt sem munnlegar heimildir í texta á vefsíðu og í greinagerð. Niðurstöður sýna að auðvelt er að finna marga jákvæða fleti á öllum sviðum skólastarfsins; kennaranámi, kennarastarfi, kennslustofunni og menntun.

Athugasemdir

Þetta verkefni er hluti af skapandi hópverkefni 2015.

Samþykkt
10.9.2015


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
skoliertoff_pdf.pdf918KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna