is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22817

Titill: 
  • Leikur, hreyfing og nám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikur ungra barna er sjálfsprottinn og skemmtilegast finnst þeim að leika. Börn læra í gegnum leik og hreyfing er þeim mikilvæg leið til þroska og tjáningar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og aukin krafa er í samfélaginu um formlegt nám í leikskólanum. Margs konar námsefni er í boði fyrir leikskólabörn og mikilvægt er að velja það sem hentar þeim best.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er tjáning og hreyfing, leikur og kennsluaðferðin Leikur að læra. Fjallað er um orðaforða og tjáningu ungra barna og hreyfiþroska og hreyfingu. Orðaforði eykst hratt hjá ungum börnum og þau tjá sig í hreyfingu. Síðan er umfjöllun um leik, hreyfingu, hlutverk kennara í námi barna og samantekt á því. Leikurinn er aðal námsleið barna, hreyfing eykur alhliða þroska þeirra og hlutverk kennara er mikilvægt. Kynnt er uppbygging Leikur að læra, æfingasafn og námskeið, náms og þroskaþættirnir stærðfræði, íslenska/bókstafir og hljóð, litir og form og samantekt á því og Leikur að læra sem leið til að efla tjáningu og hreyfingu ungra barna.
    Markmiðið er að sýna fram á gildi leiks og hreyfingar fyrir nám ungra barna og hvernig hægt er að efla tjáningu og hreyfingu barna með kennsluaðferðinni Leikur að læra. Niðurstöður ritgerðarinnar eru einkum þær að leikur og hreyfing hafa mjög mikið gildi fyrir nám ungra barna og með kennsluaðferðinni Leikur að læra er hægt að efla tjáningu og hreyfingu ungra barna á ýmsan hátt.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bbk6 Lokaverkefni, Leikur, hreyfing og nám.pdf303.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna