is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22822

Titill: 
  • Kviknar á perunni? : námsspil í stærðfræði á yngsta stigi í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni okkar til B.Ed. prófs af sviði kennslu ungra barna í grunnskóla við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í tvo hluta, greinargerð annars vegar og kennsluleiðbeiningar hins vegar með stærðfræðispilinu Kviknar á perunni? sem er ætlað fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskóla. Í greinar-gerðinni er fræðilegur texti sem fjallar um mikilvæg áhersluatriði í stærðfræðikennslu og stærðfræðinámi. Nám og skilningur er samofið ferli, en ferlið við að öðlast skilning er ferlið að læra. Til að nemendur geti iðkað stærðfræði verða þeir að fá verðug verkefni sem byggja á áhugaverðum viðfangsefnum, þannig að skilningur á stærðfræðinni verði það sem sitji eftir og umræður skapist í kennslustund. Spilið Kviknar á perunni? er byggt upp með þetta í huga og eru hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla höfð til hliðsjónar. Spilið byggist á því að nemendur takast á við ákveðin viðfangsefni sem verið er að leggja áherslu á í stærðfræðikennslu hverju sinni. Með því að nýta sér námsspil í kennslu er verið að brjóta upp hið hefðbundna kennslufyrirkomulag og um leið er verið að koma til móts við mismunandi þarfir og getu nemanda.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kviknar á perunni_Námsspil í stærðfræði á yngsta stigi í grunnskóla.pdf3.18 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna