is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22823

Titill: 
  • Frá sambýli í sjálfstæða búsetu : upplifun starfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að rannsaka hvort breytingar hafi orðið á lífsgæðum einstaklinga við flutning frá sambýli yfir í sjálfstæða búsetu. Unnið er eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum og voru tveir starfsmenn í búsetu fatlaða fengnir til að taka þátt í henni. Saminn var viðtalsrammi sem að starfsmennirnir tveir svöruðu hvort í sínu lagi. Svörin voru svo borin saman og rannsakað hvaða niðurstöður fengust úr því. Verkefnið hefst á því að fara yfir ólík sjónarhorn á fötlun og hvernig hún hefur þróast í gegnum árin. Einnig verður farið í lykilhugmyndafræði í starfi með fötluðu fólki eins og valdefling og sjálfsákvörðunarrétt. Rakin verða lög og reglugerður um málefni fatlaðra en miklar breytingar hafa verið síðan að fyrstu lög í þeim flokki tóku gildi árið 1936. Með viðhorfsbreytingum og nýjum sjónarhornum hefur orðið mikil þróun í lagalegum skilningi.
    Seinni hluti verkefnisins snýr að rannsókninni sjálfri og er farið í framkvæmd hennar og undirbúning. Viðtalið í heild sinni er svo rakið og dregið fram lykilatriði í þeim. Í lokin verður verkefnið svo tekin saman og fjallað um helsta lærdóm sem draga má úr þessari rannsókn.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Már - BA - Lokaskil.pdf517.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna