is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22852

Titill: 
  • Þátttaka barna af erlendum uppruna í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var markmiðið að skoða þátttöku og virkni barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Íþróttaiðkun er talin jákvæð leið fyrir ungmenni til að efla andlega vellíðan sína og mynda ný vináttutengsl og er ekki síst mikilvæg fyrir börn innflytjenda.
    Rannsókn þessi var gerð í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og var rannsóknarsniðið viðtöl við ungmenni á aldrinum 13–16 ára sem eiga foreldra sem eru báðir innflytjendur. Valið var jafnt hlutfall virkra og óvirkra ungmenna í íþróttastarfi.
    Helstu niðurstöður voru að öll hafa þau stundað íþróttastarf eða eru virk í íþróttum. Þó um lítið úrtak hafi verið að ræða komu niðurstöður á óvart hvað varðar virkni og þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi því öll ungmennin í hópnum höfðu stundað skipulagt eða óskipulagt íþróttastarf á einhverju tímabili og þau töldu slíka þátttöku mikilvæga. Reynsla ungmennanna og aðlögun að íslensku skólakerfi er einnig frekar jákvæð.

Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL Til Skemmunar.pdf813.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna