is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22879

Titill: 
  • Snemmtæk algebra : kennsluaðferð í algebru á byrjendastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nám í algebru er mikilvægur grunnur í stærðfræði. Algebra hefur engu að síður reynst mörgum nemendum erfið þegar komið er á unglingastig grunnskóla eða jafnvel í framhaldsskóla. Í ritgerð þessari er þróun algebruhugsunar barna skoðuð ásamt því hvernig nálgast megi kennslu á algebru með svokallaðri snemmtækri algebru (Early Algebra). Snemmtæk algebra er ein af þeim aðferðum sem kennarar geta notað til að kenna algeru á yngsta stigi grunnskólans. Aðferðin byggir á að brúa bilið milli einfaldra reikniaðgerða sem nemendur læra á yngri stigum grunnskólans og til formlegrar algebru sem nemendur læra á unglingastigi grunnskólans.
    Í ritgerð þessari er leitast við svara á rannsóknarspurningunum: Hvað er snemmtæk algebra og hvernig má nýta þá kennsluaðferð á yngsta stigi grunnskóla? Tekin eru tvö dæmi úr rannsókn Carraher, Schliemann og Schwartz (2008) sem sýna á hvaða hátt það má kenna algebru með aðferð snemmmtækrar algebru. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að geta nemenda fyrir algebruhusun og það að vinna á óhlutbundinn hátt bættist til muna. Nemendur fara frá því að læra einfaldar reikniaðgerðir í 2. og 3. bekk yfir í að sýna niðurstöður sínar í formi jafna í 4. bekk. Nemendur urðu einnig jákvæðari varðandi getu sína í stærðfræði eftir að geta þeirra í algebru ókst. Aðferð snemmtækrar algebru er því afar áhrifarík.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snemmtæk algebra.pdf260.14 kBLokaður til...01.05.2065HeildartextiPDF