ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2288

Titill

Samruni hernaðar og hjálparstarfs: Breyttar aðstæður hjálparsamtaka

Útdráttur

Árásir gegn hjálparstarfsfólki hafa aukist á undanförnum árum sem vekur upp spurningar um stöðu friðhelgi hjálparsamtaka. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru hvort að aukinn samruni hernaðar og hjálparstarfs hafi áhrif á veikari stöðu friðhelgi mannúðarsamtaka. Jafnframt spyr ég hvaða aðrir þættir hafa þar áhrif og hvaða leiðir félagasamtök geta farið til að bregðast við breyttum aðstæðum.
Ritgerðin er unnin uppúr heimildum sem til eru um efnið og dregur sérstaklega mið af kenningum um einstaklingsöryggi og fullveldi sem ábyrgð ríkja. Til þess að varpa frekara ljósi á efnið tók ég þrjú viðtöl við aðila sem allir hafa sérþekkingu á starfsemi mannúðarsamtaka í breyttu umhverfi.
Friðhelgin byggist á því að samtökin starfi sjálfstætt og óhlutdrægt. Aukin öryggisvæðing mannúðar og þróunarstarfs hefur gert starfsemi hjálparsamtaka pólitískari í eðli sínu og byggir sú öryggisvæðing á kenningum um einstaklingsöryggi og fullveldi sem skyldu til að vernda.
Aukinn samruni hernaðar og hjálparstarfs í kjölfar þeirrar öryggisvæðingar hefur gert muninn þar á milli óskýrari en hann verður að vera greinilegur í hugum þeirra aðila sem eiga í átökum. Aðgerðir og ákvarðanir félagasamtök eiga þar einnig sinn þátt og félagasamtök þurfa að gæta vel að rými til mannúðar og stefnumörkun sinni á meðan á starfsemi á átakasvæðum stendur.

Samþykkt
28.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ttir_fixed.pdf653KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna