is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22885

Titill: 
  • Þjónusta við fatlað fólk innan Borgarbyggðar og störf þroskaþjálfa : "einn þroskaþjálfi - tvö 100% störf"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um störf eins þroskaþjálfa innan Borgarbyggðar en hann gegnir annars vegar starfi sem ráðgjafaþroskaþjálfi og hinsvegar sem forstöðumaður verndaðs vinnustaðar. Markmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á nokkur af þeim fjölbreyttu störfum sem þroskaþjálfar sinna og þá þekkingu sem þeir þurfa að hafa, auk þess að skoða viðhorf til menntunar og starfa þroskaþjálfa í Borgarbyggð. Þá var markmiðið einnig að varpa ljósi á þjónustu við fatlað fólk innan Borgarbyggðar, þá stefnu sem fylgt er og hvernig þroskaþjálfinn tengist þeirri þjónustu.
    Við ritun þessarar ritgerðar voru notaðar fyrirliggjandi heimildir um þróun þroskaþjálfastarfsins og þeirrar hugmyndafræði sem að liggur þar að baki. Einnig voru tekin viðtöl við þroskaþjálfann og þá sem tengdust hans störfum en það voru yfirmenn innan ráðhúss Borgarbyggðar, fræðslustjóri og forstöðumaður búsetuþjónustu.
    Niðurstöður leiddu það í ljós að ekki er mikil þekking á menntun og störfum þroskaþjálfa. Ennfremur virðist skorta skilning á málefnum fatlaðs fólks. Ekki ber á fordómum í garð þroskaþjálfa eða fatlaðs fólks, heldur er einungis skortur á þekkingu á nútímalegri hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks.
    Út frá niðurstöðum má álykta að gera þurfi átak í að gera fötluðu fólki kleift að tjá skoðanir sínar og álit, og byggja þar á nútímalegri hugmyndafræði um sjálfsákvörðunarrétt og mannréttindi fólks. Þar getur þekking og hugmyndafræði þroskaþjálfa komið að góðum notum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta við fatlað fólk innan Borgarbyggðar og störf þroskaþjálfa.pdf712.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna