is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22910

Titill: 
  • Upplifunarmarkaðssetning: Áhrif upplifunar á ánægju og skuldbindingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Neytendur nútímans eru vandlátir og sækjast margir hverjir eftir upplifunum sem eru framandi og ólíkar daglegu umhverfi þeirra, en segja má að þeir leitist í auknum mæli eftir ánægju fram yfir hagnýtt gildi eða ávinning. Megin viðfangsefni þessa rannsóknarverkefnis er hugtakið upplifunarmarkaðssetning, en markmiðið var að kanna hvort upplifanir hefðu áhrif á ánægju og skuldbindingu neytenda. Athugað var hvort allar fimm víddir upplifunarmarkaðssetningar, þ.e. skilningarvit, tilfinning, hugsun, athöfn og tengsl hefðu áhrif. Að auki var skoðað hvort upplifunarþjónusta hefði jákvæðari áhrif á ánægju og skuldbindingu en hefðbundin þjónusta.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn, en settur var upp rafrænn spurningalisti sem dreift var á Facebook og með tölvupósti auk þess sem vinir og vandamenn rannsakanda voru beðnir um að deila listanum áfram. Alls bárust 409 nothæf svör.
    Helstu niðurstöður voru að víddirnar skilningarvit og tilfinning hafa jákvæð áhrif bæði á ánægju og skuldbindingu, tengslavíddin hefur jákvæð áhrif einungis á skuldbindingu og víddin hugsun hefur neikvæð áhrif á ánægju. Engin marktæk tengsl voru við víddina athöfn. Fyrirtæki ættu því að leggja sérstaka áherslu á upplifanir sem byggja á víddunum skilningarvit, tilfinning og tengsl. Að auki kom í ljós að fylgni upplifunar og skuldbindingar er óbein í gegnum ánægju.
    Þegar athugað var hvort munur væri á áhrifum upplifunarþjónustu og hefðbundinnar þjónustu kom í ljós að víddirnar skilningarvit, hugsun og tengsl komu sterkar út í upplifunarþjónustu en víddin tilfinning, ánægja og skuldbinding komu sterkar út hjá hefðbundinni þjónustu. Niðurstöðurnar eru óvæntar, en þær benda til þess að hefðbundin þjónusta hafi jákvæðari áhrif á ánægju og skuldbindingu en upplifunarþjónusta. Höfundur veltir því fyrir sér hvort upplifunarþjónusta feli í sér óþarfa fyrirhöfn og kostnað fyrir fyrirtæki þegar til langs tíma er litið.
    Áframhaldandi rannsóknir á áhrifum upplifunarmarkaðssetningar gætu reynst gagnlegar og væri áhugavert að taka fyrir raunveruleg dæmi, svo sem í samvinnu við eitthvert af þeim fyrirtækjum hér á landi sem byggja starfsemi sína á upplifunum.

Samþykkt: 
  • 16.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EllisifSigurjonsdottir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna