is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22913

Titill: 
  • „Nafnið eitt og sér seldi mér þetta.“ Hlutverk vöru- og vörumerkjanafna í markaðssetningu handverksbjórs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta fjallar um hlutverk vöru- og vörumerkjanafna í markaðssetningu handverksbjórs. Það byggist á þverfaglegum þáttum sem tengjast markaðsfræði, málfræði og tungumálum, menningu og hugmyndum um lönd sem vörumerki. Markmiðið var að komast að því hvernig vörumerkja- og vörunöfn eru notuð í íslenska handverksbjórsgeiranum. Hvers konar hughrif er talið að nöfnin kalli fram hjá neytendum? Hvað skiptir máli þegar nöfnin eru valin og hverju telja viðmælendurnir að nöfnin skili þeim?
    Rætt var við níu aðila sem tengjast náið framleiðslu og markaðssetningu á íslenskum handverksbjór, þar á meðal aðstandendur vörumerkja og vínveitingamenn. Notast var við eigindlega aðferðafræði og voru viðtölin hálfopin og nafnlaus. Í rannsókninni kom í ljós að nafngiftir skipta miklu máli. Nöfn handverksbjóra og -bjórvörumerkja þurfa að búa yfir töluverðri dýpt og gott er að koma sögunni á bak við þau til skila við neytendur. Þau þurfa helst að ögra og koma á óvart. Nafnið sjálft getur vísað neytendum veginn og á vissan hátt stýrt upplifun þeirra af bjórnum. Notkun á íslenskum einkennum er talin af hinu góða þegar kemur að nafngiftum í handverksbjórsgeiranum, þar með talin íslensk stafsetning og séríslenskir bókstafir. Þau eru talin geta greitt leið íslenskra handverksbjórsvörumerkja í útflutningi og markaðssetningu erlendis. Þá er nauðsynlegt að umgangast vörumerkið Ísland af varfærni því það getur virkað eins og tvíeggjað sverð ef það er ofnotað eða ef vörumerkið laskast, til dæmis vegna breytinga á ímynd.

Samþykkt: 
  • 16.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur Pétursdóttir - MS-ritgerð.pdf585.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna