is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22915

Titill: 
  • Ferli sameiningar Borgarsögusafns. Tilviksrannsókn á breytingastjórnun í menningarstofnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að greina feril sameiningar safna og sýningarstaðanna Árbæjarsafns, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Sjóminjasafns, Viðeyjar og Landnámssýningar í sameinaða einingu Borgarsögusafns Reykjavíkur. Kenningarammi rannsóknarinnar er breytingastjórnun og þátttaka starfsfólks í stofnunum í breytingaferlinu. Fjallað er um ástæður misheppnaðra breytingaferla og hvaða atriði eru nauðsynleg í breytingaferlum í samræmi við ráðleggingar viðurkenndra fræðimanna í breytingastjórnun. Einnig er farið yfir forystufræði og þátttöku starfsfólks.
    Ferill sameiningarinnar er rakinn. Rýnt var í sem fjölbreyttust gögn sem vörpuðu ljósi á sameiningarferlið eins og sameiningargögn, fundargögn og önnur viðeigandi opinber gögn. Tekin voru sex eigindleg hálfstöðluð viðtöl. Tekin voru viðtöl við þrjá almenna starfsmenn og þrjá stjórnendur í stýrihópi sem innleiddi breytingarnar. Farið var yfir undirbúning, upphaf og feril sameiningarinnar, störf stýrihóps og starfsfólks í sameiningunni og að lokum viðhorf viðmælenda og starfsmannakannanir ári eftir sameiningu. Sameiningarferlið er borið saman við breytingastjórnunarfræðin, við tilteknar íslenskar sameiningar og niðurstöður erlendrar greiningar á breytingaferlum á söfnum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sameiningarferlið og vinnubrögð hafi að mestu fylgt fræðum og ráðleggingum höfunda breytingastjórnunarlíkana og lofar það góðu fyrir það sem enn er ólokið. Bæði starfsfólk og stjórnendur tóku mikinn þátt í sameiningarferlinu. Sameiningarferlinu er þó ekki lokið að mati viðmælenda, enda einungis eitt ár síðan nýtt sameinað Borgarsögusafn opnaði.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the research is to analyze the integration process of the museum and exhibitions merger of Árbær Open Air Museum, The Settlement Exhibition, Reykjavík Museum of Photography, The Maritime Museum and Viðey Island into Reykjavík City Museum. The theoretical framework of the research is change management and different forms of employee participation. The researcher traces the causes of unsuccessful change processes and the necessary elements of change processes in accordance with the recommendations of recognized scholars in change management. Leadership theories and employee participation is also reviewed.
    The process of the merger is traced to determine whether it followed the recommendations of recognized scholars in change management. Diverse data was analysed that shed light on the process. Six qualitative semi standardized interviews were conducted. Interviews were conducted with three persons in the general staff. Also, interviews were conducted with three directors in the guiding coalition. The preparations, start and the process of the merger was analysed. The work of the guiding coalition and staff in the process was also analysed. Finally, employee attitudes and surveys year after the merger were analysed. The integration process is compared to change theory, certain Icelandic mergers and the results of one analysis on change processes in museums.
    Results of the study indicate that the integration process is not yet complete as only one year has passed since the Reykjavík City Museum opened. The integration process followed the recommendations of recognized scholars in change management for most parts. The general staff and the directors all took part in the integration process. The merger has a bright future if the remaining tasks are well undertaken.

Samþykkt: 
  • 16.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferli sameiningar Borgarsögusafns.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna