is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22919

Titill: 
  • „Það er alltaf ástæða fyrir öllu.“ Stefnumótun á Íslandi í málaflokki einstaklinga með tvígreiningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá sjónarhorn fagfólks sem starfar í málaflokki einstaklinga með tvígreiningar (e. Dual diagnosis) á stefnumótun í málaflokknum á Íslandi hingað til. Einstaklingar með tvígreiningar eru þeir sem greindir eru með alvarlegan geðsjúkdóm og fíknisjúkdóm. Markmiðið var einnig að öðlast sýn fagfólks á hvernig stefnumótun í málaflokknum ætti að vera á Íslandi, kanna viðhorf þeirra til þjónustu og búsetuúrræða fyrir einstaklinga með tvígreiningar og hvort og eftir atvikum hvernig mætti bæta þjónustuna. Farið var yfir skilgreiningar hugtaka sem notuð voru í ritgerðinni. Þá var fjallað um málefni einstaklinga með tvígreiningar. Í því samhengi var fjallað um geðsjúkdóma á Íslandi auk þess sem fjallað var um erlendar rannsóknir um algengi þeirra. Að auki var varpað ljósi á fíknisjúkdóm og stöðuna í málaflokki vímuefna og neytenda þeirra. Farið var yfir nýjar nálganir í stefnumótun erlendis, sem lítið hafa tíðkast á Íslandi til þessa.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga sem starfað hafa lengi með einstaklingum með tvígreiningar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þátttakendur líta svo á að engin stefnumótun sé á Íslandi í málaflokki einstaklinga með tvígreiningar og nauðsynlegt sé að bæta úr því. Þátttakendur töldu of einsleit og takmörkuð búsetuúrræði vera á Íslandi fyrir þennan hóp einstaklinga og að skortur væri á samþættingu í þjónustu við einstaklinga með tvígreiningar. Niðurstöður bentu einnig til þess að löggjöf á Íslandi gerði störf innan málaflokksins flóknari. Þá töldu flestir að breyta þyrfti löggjöfinni til þess að viðunandi meðferðarstarf gæti farið fram.

Samþykkt: 
  • 17.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_lokaeintak_skemman.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna