is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22927

Titill: 
  • Af hverju ekki? Hverjir styrkja ekki hjálparstarf og af hvaða ástæðum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Framkvæmd var rannsókn á viðhorfi til góðgerðarmála meðal starfsmanna hjá 19 íslenskum fyrirtækjum. Áhersla var lögð á að skoða hverjir það eru sem styrkja eða styrkja ekki hjálparstarf og hvaða ástæður lægju að baki. Einnig var skoðað hvort og þá hverjir væru líklegir til að breyta afstöðu sinni til þess hvort styrkt væri eða ekki. Notast var við frumsaminn spurningalista ásamt íslenskrar þýðingar á sjálfsálitskvarða Rosenberg. Frumsamdi spurningalistinn var forprófaður áður en hann var sendur út á þátttakendur. Úrtakið afmarkaðist við 1341 manns og var upphaflegt svarhlutfall 21,8%. Þar sem ekki allir svöruðu öllum spurningunum var svörum þeirra einstaklinga eytt og endaði svarhlutfall þá í 18,6%.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða tengsl eru á milli lýðfræðilegra breyta og þess hvort styrkt er hjálparstarf eða ekki og hvaða ástæður liggja þar að baki. Að auki var kannað hverskonar hjálparstarf er styrkt og hvort líklegt væri að einstaklingar breyttu afstöðu sinni til málefnisins ef að kringumstæður þeirra breyttust. Niðurstöður leiddu í ljós að tengsl eru á milli innkomu og þess hvort styrkt er eða ekki sem og traust til góðgerðarsamtaka.

Samþykkt: 
  • 17.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af_hverju_ekki.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna