ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22932

Titill

Vörumerkjastjórnun: Uppbygging vörumerkisins Omnom miðað við vörumerkjafræðin

Skilað
Október 2015
Útdráttur

Markmið þessa verkefnis er að kanna hvernig vörumerkjastjórnuninni hjá nýju farsælu íslensku vörumerki er háttað og hvernig sú stjórnun er samanborið við vörumerkjafræðin. Í fyrri hluta verkefnisins er fræðileg umfjöllun um vörumerkjastjórnun. Annars vegar eru nokkur grunnhugtök markaðsfræðinnar kynnt og hins vegar farið dýpra í vörumerkjafræðin.
Gerð var eigindleg rannsókn á vörumerkinu Omnom. Hún fól í sér viðtöl við þrjá stjórnendur vörumerkisins og rannsóknarspurningin sem leitast var svara við var: „Hvernig er staðið að uppbyggingu vörumerkisins Omnom miðað við vörumerkjafræðin?“
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Omnom er með góðan grunn í einkennum vörumerkisins til að byggja upp sterkt vörumerki. Þó er margt ábótavant miðað við vörumerkjafræðin til að vörumerkið nái að öðlast sterka ímynd sem myndi auka vörumerkjavirði fyrirtækisins. Þar mætti helst nefna að vörumerkið þarf að skilgreina markhóp sinn og gera markaðsrannsóknir til að kanna hvort vörumerkjavitund og jákvæð hugrenningartengsl við vörumerkið séu til staðar. Miðað við margar skilgreiningar fræðimanna á vörumerkjavitund virðist þetta tvennt vera undirstaðan að því að byggja upp ímynd og auka vörumerkjavirðið.

Samþykkt
17.9.2015


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSRitgerd.pdf2,06MBLæst til  18.9.2028 Heildartexti PDF