is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22939

Titill: 
  • „Tungumálið er smá hindrun á báða aðila.“ Upplifun íslenskra stjórnenda af aðlögun erlendra starfsmanna að skipulagsheild sinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með vaxandi hnattvæðingu og auknum innflytjendafjölda þurfa stjórnendur íslenskra fyrirtækja að huga að því að fyrirtækjaumhverfið og innviðir þess séu sniðnir að starfsfólki og viðskiptavinum með fjölbreytilegan menningarbakgrunn. Margar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á hvernig fyrirtæki hafi brugðist við auknum fjölbreytileika starfsfólks en minna hefur verið um framkvæmd slíkra rannsókna á Íslandi. Í þessari rannsókn er leitast við að fá skilning á því hvernig upplifun íslenskra stjórnenda hjá hátæknifyrirtækjum er á aðlögun erlendra starfsmanna að menningu fyrirtækisins og hvað þeir gera til þess að auðvelda þeim aðlögunina. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til þess að fá betri og dýpri skilning á viðfangsefninu og fimm íslenskir stjórnendur fengnir í djúpviðtöl um viðfangsefnið. Rannsóknin leiddi í ljós að upplifun íslenskra stjórnenda á aðlögun erlendra starfsmanna er að mestu leyti góð. Flestir viðmælendanna töluðu um að tungumálið væri helsta vandamálið, sem kom þó aðallega niður á félagslega þættinum en ekki vinnunni sjálfri, enda fer hún fram mestmegnis á ensku. Enginn viðmælendanna taldi sig hafa upplifað menningarmismun sem orsök árekstra milli starfsmanna. Það kom fram að erlendu starfsmennirnir ættu það til að halda sig saman í hópum, en það væri hægt að rekja til bæði tungumálavandans og þess að hlutfallslega fleiri af íslensku starfsmönnunum áttu fjölskyldur og höfðu mun stærra tengslanet en þeir erlendu. Þó var tekið fram að langflestir erlendu starfsmannanna féllu vel inn í starfsmannahópinn og þeim kæmi vel saman við íslenska sem og erlenda starfsmenn. Flestir stjórnendurnir töluðu um að aðlögunarferlið sjálft innan fyrirtækisins væri í sjálfu sér ekki veigamikið. Helsta skýringin var sú að þeir vildu ekki mismuna starfsmönnum eftir þjóðerni og því væri aðlögunarferlið mjög svipað fyrir alla nýja starfsmenn, nema hvað þeim erlendu var oftast boðið upp á námskeið í íslensku. Einnig kom fram að notað væri svokallað lærimeistarakerfi, sem felst í að nýr starfsmaður fær reyndan starfsmann sér til hjálpar við að komast inn í starfsmannahópinn og læra á nýja starfið. Þeir starfsmenn sem fluttust sérstaklega til landsins til að vinna hjá fyrirtækjunum voru þó aðstoðaðir töluvert, allt frá því að taka þátt í flutningskostnaði, finna húsnæði og fá hjálp við að skrá sig inn í landið.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Alexandra Haraldsdóttir,.pdf863.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna